is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23091

Titill: 
 • www.blyantur.is : myndun og mótun vefsíðu
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Greinargerð þessi ásamt vefsíðu, er lokaverkefni til meistaragráðu á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Greinargerðin fjallar um gerð vefsíðunnar www.blyantur.is sem er upplýsingaveita um úrval og eiginleika myndlistaefniviðar.
  Fræðilegar forsendur fyrir efnisinnihaldi vefsíðunnar byggja á hugmyndafræði Dewey, Malaguzzi, Vygotsky og Montessori hvað varðar mikilvægi þess að börn kynnist verkfærum og verktækni sem eru hér skilgreind sem ákveðin tæki til myndlistaiðkunar.
  Í greinargerðinni er fjallað um vefsíðugerð frá sjónarhóli þess sem ekki hefur sérstaka þekkingu eða menntun í vefsíðugerð en hefur áhuga og vilja til að koma efni á veraldarvefinn. Við gerð vefsíðu þarf skilning á þeim grunnþáttum sem hafa ber til hliðsjónar við mótun hennar og þeirri tækni sem gerir það kleift að hún birtist á veraldarvefnum og virki þar eins og óskað er eftir.
  Í greinargerðinni er fjallað um mikilvægi þess að vefsíða sé vel skipulögð með tilliti til þarfa notenda hennar, að hún sé auðveld í notkun og að allar tengingar virki fullkomlega þar sem vefnotendur í dag virðast hafa takmarkaða þolinmæði fyrir hvers konar annmörkum. Fram kemur hvernig vefsíðugerð þarf að taka mið af fagurfræðilegum þáttum eins og grafískri hönnun, einfaldleika, samhverfu, lita, leturs og ljósmynda. Fram kemur hversu áreiðanleiki er mikilvægur þegar kemur að því að vekja traust notenda á vefsíðum. Einnig þarf að taka tillit til orðalags, stafsetningar, innihalds og lengd málsgreina þar sem lestur á vefnum virðist vera frábrugðin hefðbundnum lestri.
  Í lok hvers kafla er sérstaklega fjallað um þau áhrif sem þessir þættir höfðu á mótun vefsíðunnar blyantur.is.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 1.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23091


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vilborg M. Ástráðsdóttir.pdf735.27 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna