is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23096

Titill: 
  • Samvinna söngkennara : nemandinn í forgrunni
  • Titill er á ensku Collaboration in vocal teaching : a student based approach
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn eru áhrif teymisvinnu söngkennara á háskólastigi á nám og kennslu skoðuð. Söngkennsla á háskólastigi byggir á sterkri hefð einkakennslu, námi þar sem miðlað er frá meistara til lærlings. Nýlegar rannsóknir á sambandi kennara og nemenda á æðri stigum tónlistarmenntunar benda til þess að nemendur hagnist á því að njóta leiðsagnar fleiri en eins kennara, sérstaklega þegar kennararnir vinna saman. Bent er á að fjölbreyttar leiðbeiningar frá fleiri en einum kennara geti eflt sjálfstæði og sveigjanleika nemenda, þeir læri að greina, vega og meta upplýsingar og námið stuðli þannig að gagnrýninni hugsun sem nýtist í áframhaldandi námi og starfi. Rannsóknin er starfendarannsókn þar sem ég skoða starf mitt og samstarf við annan söngkennara á þriggja mánaða tímabili við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Unnið er úr gögnum frá tímabilinu, dagbók minni, viðtölum við nemendur og samkennara, sem og könnun meðal söngvara á reynslu þeirra af söngnámi og kennslu. Tilgangurinn er að skoða áhrif teymisvinnu söngkennara á sjálfstæði og frumkvæði nemenda, auk áhrifa á mína eigin starfsþróun með eftirfarandi rannsóknarspurningar að leiðarljósi: Hvaða áhrif hefur það á nám og kennslu söngs á háskólastigi þegar nemendur læra hjá fleiri en einum söngkennara samtímis og söngkennarar þeirra vinna sem teymi? Hvernig get ég haft þau áhrif á námsaðstæður í starfi mínu sem söngkennari að þær stuðli að sjálfstæði og frumkvæði nemenda? Niðurstöður gefa vísbendingar um að teymisvinna hafi jákvæð áhrif á frumkvæði og sjálfstæði á þann hátt að þeir verða gerendur í námi sínu. Ennfremur kom í ljós að teymisvinna getur haft jákvæð áhrif á starfsþróun.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper explores collaborative teaching in higher music education and its effect on learning and teaching. The main emphasis is on vocal studies. Vocal learning and teaching in higher music education is based on the strong tradition of one to one lessons; a master apprentice model. In recent years research of the teacher pupil relationship has indicated that students may benefit from the diversity of working with more than one main teacher when the teachers collaborate. Although advice and instructions may be conflicting to the student, some researchers have found that studying with more than one teacher may be of benefit to the students in many ways. In this practice-based research I examine my role as a teacher during a period of collaborative teaching at the Department of Music Education at the Icelandic Academy of the Arts. It draws from my own field notes and interviews with students and the collaborating teacher as well as a survey amongst singers about their experience of vocal teaching and learning. The aim of this study is to examine the effects collaborative teaching have on vocal teaching, student autonomy and independence as well as my own professional development as a teacher guided by these research questions: What happens when vocal students study with more than one concurrent teacher working in tandem? How can I influence the learning environment to support student autonomy and independence? The research indicates that a collaborative approach in vocal teaching enhances student autonomy and independence in a way that they become active learners. Furthermore does indicate positive effect of teacher collaborating on professional development.

Samþykkt: 
  • 1.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thora_einarsdottir_ma_ritgerd_skemma.pdf6.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fylgiskjal 1 Tölfræði reynslusaga úr söngnámi könnun 5. júlí 1015.pdf805.3 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna