Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23097
Tékk-inn er innstillingaræfing sem brúar bilið á milli hins almenna hversdagsleika og rýmis til sköpunar. Hér verða skoðuð áhrif tékk-inn æfingarinnar á sköpunarferli með unglingum.
Markmið æfingarinnar er að ná skilyrðislausri hlustun, skilningi á ólíkum hugarheimum einstaklinga og að skapa pláss fyrir óhefta tjáningu. Sköpunarferlið sem hér um ræðir er uppsetning söngleikjarins Mamma Mía með 10. bekkjar árgangi Víðistaðaskóla.
Inntak og markmið tékk-inn æfingarinnar verða tengd við fræði úr ýmsum áttum; þar á meðal kennslufræði, heimspeki og leiklist en einnig verða Aðalnámskrá grunnskóla og grunnþættir menntunar skoðaðir í tengslum við æfinguna.
Unnið verður úr upptökum fyrstu og síðustu tékk-inn æfingar sköpunarferlisins og út frá því verða niðurstöður túlkaðar og ræddar.
Markmið verkefnisins í heild er að sýna fram á að tékk-inn æfingin hafi styrkjandi áhrif á einstaklinginn, stuðli að aukinni sjálfsþekkingu og hafi samræmandi áhrif á hópa.
Sumar hugsanir búa í hugarheimi einstaklings en fá aldrei að verða að orðum. Eiga einhverjar þeirra sér tilverurétt en vantar aðstæður til að heyrast?
Í gegnum tékk-inn æfinguna tengjumst við sem hópur, drögum okkur frá hinu almenna og inn í nýja orku: Sköpunarorku.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mér liggur á hjarta.pdf | 1,61 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |