is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23099

Titill: 
 • Yfirlið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins. Orsakir og afleiðingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Yfirlið eru skyndilegt en skammvinnt meðvitundarleysi vegna tímabundinnar minnkunnar á blóðflæði til heilans. Í flestum tilfellum eru orsakir óþekktar, en helstu þekktar orsakir slíkra yfirliða eru taugaviðbragðamiðluð, réttstöðutengd eða vegna hjartakvilla. Mjög mikilvægt er að leita frekari skýringa á þessum yfirliðum því í sumum tilfellum getur hinn undirliggjandi sjúkdómur verið lifshættulegur. Á Íslandi hafa orsakir og afdrif slíkra yfirliða í börnum ekki verið teknar saman, og því var þessi rannsókn gerð.
  Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á orsökum yfirliða á Barnaspítala Hringsins sem nýtist á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins til að bæta greiningu og þar með þjónustu við þessi börn og fjölskyldur þeirra.
  Efniviður og aðferðir: Í rannsókninni voru fundnar allar sjúkraskrár á bráðamóttöku Barnaspítala hringsins sem mögulega tengjast skyndilegu yfirliði á árunum 2010-2014, að báðum árum meðtöldum. Leitað var eftir öllum greiningarnúmerum (ICD-greiningar) sem tengjast yfirliði, þ.m.t. yfirlið sem orsakast af hjartasjúkdómum, taugasjúkdómum eða öðrum vandamálum. Ennfremur var leitað eftir yfirliði/syncope/meðvitundarleysi í komuástæðum. Úr sjúkraskrám var aflað upplýsinga um kyn, aldur, dagsetningu komu, komuástæðu, útskriftargreiningu og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Gögn voru dulkóðuð og slegin inn í Excel og t-prófi, fisher-prófi, binomial prófi og kí-kvaðratprófi beitt við úrvinnslu gagnanna í R Studio®
  Niðurstöður: Alls voru 706 tilfelli hjá 607 sjúklingum sem uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar. Af þeim voru 90.9% ekki með frekari greiningu umfram yfirlið. Allar frekari greiningar voru of fátíðar til að hægt væri að gera á þeim frekari tölfræðiskoðun á kynjaskiptingu og aldursdreifingu. Hlutfall yfirliða af öllum komum á Bráðamóttöku Barnaspítalans var 1.1%, eða um 141 heimsókn á ári. Af sjúklingunum 607 voru stúlkur marktækt fleiri en drengir (p-value = 2.865e-07) eða 367 stúlkur (59.9%) móti 240 drengjum (40.1%). Aldursdreifing sjúklinganna sýndi að flest tilfellin voru hjá aldrinum 12-18 ára, og var munurinn marktækur (p-value < 2.2e-16 ).
  Ályktanir: Yfirlið eru nokkuð algengt vandamál á Barnaspítala Hringsins. Hlutfall yfirliða af öllum komum á Bráðamóttöku Barnaspítalans er áþekkt því er þekkist annars staðar. Þetta er töluverður fjöldi og því mikilvægt að þekkja orsakirnar vel. Aldurs- og kynjaskipting yfir allt þýðið var svipað því sem þekkist annars staðar í Evrópu og víðar. Bæta má greiningu á orsökum yfirliða á Barnaspítala Hringsins.

Samþykkt: 
 • 2.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Ólafsdóttir.pdf222.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna