is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23101

Titill: 
 • Áhrif umhverfis á virkan ferðamáta í minni þéttbýlisstöðum á Íslandi. Tilviksrannsókn á umhverfi Búðardals
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Aukin bílaeign undanfarna áratugi hefur haft neikvæð áhrif á umhverfið, manninn og skipulag þéttbýlisstaða. Ýmislegt hefur verið gert til þess að reyna sporna við þessari neikvæðu þróun og hafa ýmis sjálfbærniviðmið meðal annars verið þróuð í formi vottunarkerfa og gátlista. Innan þeirra er yfirleitt að finna viðmið sem eiga að minnka bílanotkun og hvetja til virks ferðamáta en til þess að bjóða upp á þann möguleika verður umhverfi að vera göngu- og hjólahæft. Göngu- og hjólahæfi hefur mikið verið rannsakað erlendis en mun minna hérlendis.
  Aðaláherslan hefur verið lögð á borgarumhverfi í erlendum gátlistum og því voru áhrif byggðs og náttúrulegs umhverfis á virkan ferðamáta íbúa minni þéttbýlisstaða könnuð í þessu verkefni. Helsti mismunar borga og minna þéttbýli er að minna þéttbýli er mun minna að flatarmáli, fámennara en strjálbýlla.
  Vettvangsskoðun var framkvæmd á umhverfi Búðardals, spurningarlisti lagður fyrir íbúa (n=114) og viðtöl tekin. Niðurstöðurnar voru bornar saman við viðmið fjögurra erlendra og tveggja íslenskra sjálfbærnigátlista og vottunarkerfa til þess að athuga hvort að viðmið borgarumhverfis og minni þéttbýlisstaða væru ólík. Niðurstöður voru settar fram í tillögu að gátlista fyrir minni þéttbýlisstaði á Íslandi með áherslu á mat á göngu- og hjólahæfi umhverfis.
  Samkvæmt niðurstöðum verkefnisins hafa atriði í bæði byggðu og náttúrulegu umhverfi áhrif á virkan ferðamáta íbúa. Þau atriði sem hafa hvetjandi áhrif á fólk eru meðal annars gott stíganet, góðar tengingar, útsýni og gróður en vöntun á stígum meðfram vegum og hröð umferð hefur letjandi áhrif. Þessi atriði samræmast að mörgu leyti við þau viðmið sem sett eru fram í gátlistum um göngu- og hjólahæfi fyrir borgarumhverfi þótt að sumum viðmiðum hafi þurft að breyta örlítið, sum tekin út og öðrum bætt við í samræmi við niðurstöður rannsóknarinnar.
  Lykilorð: Virkur ferðamáti, göngu- og hjólahæfi umhverfis, byggt umhverfi, náttúrulegt umhverfi, minni þéttbýlisstaðir, gátlisti.

Samþykkt: 
 • 2.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif umhverfis á virkan ferðamáta í minni þéttbýlisstöðum á Íslandi.pdf10.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna