is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23108

Titill: 
  • Tengsl umhverfisvitundar og útivistar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur hugtakið umhverfisvitund fengið aukið vægi. Í þessari ritgerð er kannað hvort marktæk tengsl séu milli þess hversu háa umhverfisvitund einstaklingar mælast með og hversu virkir þeir eru í gönguferðum. Einnig er kannað hvort munur sé á umhverfisvitund fólks eftir kyni, aldri eða félagslegri stöðu þess og hvort tengsl á milli umhverfisvitundar og virkni í gönguferðum séu ólík eftir samfélagshópum. Þetta er rannsakað með megindlegum rannsóknaraðferðum þar sem spurningalisti var sendur út rafrænt. NEP-kvarði Dunlaps og Van Liere er hér notaður til að mæla umhverfisvitund svarenda. Helstu niðurstöður sýna marktæk tengsl milli virkni í gönguferðum og hversu mikla eða litla umhverfisvitund einstaklingar mælast með. Úrtakið mælist með frekar mikla umhverfisvitund í heildina. Sá hópur sem virðist mælast með mesta umhverfisvitund er eldri konur sem eru virkar í gönguferðum. Ríkjandi viðhorf, ef horft er á svör við staðhæfingum NEP-kvarðans, er að fólk líti svo á að jörðinni sé vandi á höndum og umhverfisvandamál séu alvarleg, en á sama tíma virðist fólk trúa að maðurinn með hugvitssemi og hæfileikum muni bjarga ástandinu og því sé í raun ekkert að óttast. Samband milli gönguferða í náttúrlegu umhverfi og umverfisvitundar gæti gefið hugmyndir um hvernig auka má umhverfisvitund.
    Lykilorð: Umhverfisvitund, náttúruvitund, NEP-kvarði, umhverfi, náttúra, útivist, göngur.

Samþykkt: 
  • 2.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms ritgerð fyrir prent 1okt loka.pdf946,07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna