Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2311
Sjálfsmynd okkar mótast af ólíkum þáttum, við erum öll að reyna að skilgreina okkur í því samfélagi sem við búum og leita leiða til þess að lifa eftir okkar eigin markmiðum. Þannig sköpum við hugmyndir um okkur sjálf í samskiptum við aðra. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða tvær sögur, í raun gera etnógrafíska lýsingu á þeim með hliðsjón af hugtökunum félagslegt leiðarval og orðræða þróunar. Gerð er grein fyrir umræðunni um ímyndir Afríku, orðræðu þróunar og hugtakinu félagslegt leiðarval. Gefnar eru lýsingar á tveim sögum af afrískum stúlkum og þær skoðaðar í ljósi hugtakanna. Hugtökin nota ég til þess að skilja sögurnar og fá ákveðna innsýn, betri skilning á lífi stúlknanna og aðstæðum þeirra. Sögurnar endurspegla hvorki sígildar ímyndir Afríku né hugmyndir um orðræðu þróunar. Þar er ekki að finna hefðbundna kynjaímyndir, en stúlkurnar eru hversdaghetjur sem takast á við ólíkar aðstæður að mikilli færni. Sögurnar sýna aftur á móti mikilvægi hugtaksins félagslegt leiðarval til að skilja betur val stúlknanna í lífi sínu. Þannig má nota sögur frá Afríku til þess að varpa betur ljósi á hugtakasmíði fræðimanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed.pdf | 585,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
forsíða lagað.pdf | 62 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |