is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23110

Titill: 
 • Árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða
 • Titill er á ensku Effectiveness of a 4-8 weeks inpatient multidisciplinary rehabilitation for older adults
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Erlendar rannsóknir sýna fram á að mikill ávinningur er af þverfræðilegri endurhæfingu aldraðra á athafnagetu þeirra, þátttöku, ótímabæran dauða og sjálfstæða búsetu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þverfræðileg endurhæfing á Íslandi hefði í för með sér bætta færni í athöfnum. Einnig að kanna hvort færni og aðstæður við innlögn gætu spáð fyrir um árangurinn sem og kanna afdrif þátttakenda.
  Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggð ferilrannsókn. Úrtakið var klasaúrtak 412 aldraðra einstaklinga sem tóku þátt í 4-8 vikna þverfræðilegri endurhæfingarinnlögn. Unnið var með fyrirliggjandi gögn úr sjúkraskrá endurhæfingardeildar fyrir aldraða í Reykjavík. Endurhæfingin fólst í einstaklingsmiðuðu mati, greiningu og meðferð, ásamt hópþjálfun og félagsstarfi. Endurhæfingarteymið lagði til einstaklingsmiðaða útskriftaráætlun og vísaði í viðeigandi úrræði að endurhæfingardvöl lokinni. Árangur endurhæfingar var metinn með athafnamiðuðum prófum; Berg jafnvægiskvarða, 30 m gönguprófi, 10 m gönguprófi, að standa upp og setjast 5x og stigagöngu. Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við ANOVA dreifigreiningu, Kí kvaðrat próf, parað t-próf, línulega og lógístíska aðhvarfsgreiningu. Marktektarmörk voru sett við p< 0,05.
  Niðurstöður: Í kjölfar endurhæfingar bættu þátttakendur færni sína samkvæmt öllum athafnamiðuðum prófum (p< 0,001). Lakari færni þátttakenda við innlögn spáði fyrir um meiri árangur á öllum prófum nema 10 m gönguprófi. Aðstæður við innlögn höfðu einnig áhrif. Langflestir þátttakendur (94%) útskrifuðust heim til sín að endurhæfingu lokinni og voru á lífi (88%) einu ári eftir útskrift.
  Ályktun: Niðurstöður benda til að 4-8 vikna þverfræðileg endurhæfing fyrir aldraða á Íslandi bæti getu þeirra til athafna og stuðli að áframhaldandi sjálfstæðri búsetu. Þverfræðileg endurhæfing fyrir aldraða er því mikilvæg þjónusta í íslensku samfélagi. Þörf er á áframhaldandi þróun og rannsóknum með lífsgæði eldri borgara að leiðarljósi.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknarsjóður Hrafnistu
  Öldrunarráð Íslands
  Félag sjúkraþjálfara
  Öldrunarfræðafélag Íslands
Samþykkt: 
 • 5.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nanna Guðný Sigurðardóttir - MSc ritgerð (Skemman).pdf2.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna