is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23111

Titill: 
 • Hitaveitur: Orkuöflun og eftirspurn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um verklag fyrir hitaveitur til að fylgjast með stöðu orkuöflunar fyrir vaxandi eftirspurn og hvaða orkuöflunarkosti eigi að velja til að mæta henni. Þetta er gert með því að spá fyrir um heitavatnsnotkun út frá versta tilfelli veðurfarslega og þróun íbúafjölda næstu árin. Orkuöflunarkostir eru síðan bornir saman með AHP aðferðinni og eru sex viðmið til grundvallar þeirra ákvörðunartöku en þau eru samningsstaða, vinnsluhæfni, hitastig, stofnkostnaður, rekstrarkostnaður og fjarlægð frá veitusvæði.
  Verklagið var notað fyrir Selfossveitur og kom í ljós að mikil þörf er á orkuöflun nú þegar. Selfossveitur þurfa að velja sér nýtt orkuöflunarsvæði þar sem núverandi svæði eru fullnýtt. Svæðin sem borin eru saman eru Oddgeirshólar, Öndverðarnes, Vaðnes, Árbær og Selfosskirkja. AHP aðferðin er sérstaklega hentug til að bera saman orkuöflunarkosti og draga fram styrkleika hvers kosts fyrir sig. Í ljós kom að Árbær fær hæstu einkunn úr AHP en samningsstaðan þar er slæm og þarfnast nánari skoðunar. Öndverðarnes og Oddgeirshólar eru næst bestu kostirnir.
  Þetta verklag reyndist Selfossveitum vel og niðurstaða þessarar ritgerðar verður notuð sem grunnur að frekari ákvörðunum hjá Selfossveitum. Þetta verklag er tiltölulega auðvelt að heimfæra yfir á aðrar hitaveitur.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis discuses a procedure for district heating systems to monitor the state of there current heat power generation for growing demand and what choices should be made concearnig increased productions. This is done by making predictions for how much hot water is used in worst weather case scenario and how the population will be growing in following years. The options for more hot water supplies are compared with AHP method with six criteria that is bargaining status, processing ability, temperature, initial expense, operational expense, distance from operation zone.
  The procedure was used for Selfossveitur and that study showed that the need for increased production is alread necessary. Selfossveitur need to choose from new productions areas since the current ones are fully utilized. The areas for comparison are Oddgeirshólar, Öndverðarnes, Vaðnes, Árbær and Selfosskirkja. The AHP method is particularly suitable for comparing options like this and highlight both the strong and weak points of each area. The results are that Árbær has the highest score according to AHP but has the worst bargaining status. Öndverðarnes and Oddgeirshólar are also good choices.
  This procedure proved to be useful for Selfossveitur and the result of this thesis will be used as a basis for further decision making. This procedure is easily implemented for other district heating companies.

Samþykkt: 
 • 5.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-Ritgerð-Hitaveitur.pdf3.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna