is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23118

Titill: 
 • „Að vera í takt við samfélagið en samt að sýna festu“ : áherslur viðbragðsaðila í samskiptum og samvinnu vegna eldsumbrota undir jökli
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðbragðsaðilar gegna mikilvægu hlutverki í almannavörnum landsins en fáar rannsóknir eru til hér á landi um birtingarmynd samskipta, samvinnu, stjórnunar og forystu viðbragðsaðila vegna áfalla. Þjónandi forysta er hugmyndafræði um forystu, stjórnun og samskipti með áherslu á hag annarra, sjálfsþekkingu og skýra framtíðarsýn. Rannsóknir benda til þess að þjónandi forysta sé árangursrík leiðtogafærni en fáar rannsóknir eru til um hugsanlega birtingarmynd þjónandi forystu viðbragðsaðila á vettvangi áfalla.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu á aðferðum og áherslum viðbragðsaðila sem starfa á vettvangi áfalla, varpa ljósi á áherslur þeirra í samskiptum og samvinnu við störf á vettvangi við eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010 og að kanna hvort þessar áherslur endurspegli hugmyndafræði þjónandi forystu. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Viðtalsramminn tók mið af hugmyndum Robert K. Greenleaf um þjónandi forystu. Þátttakendur voru hluti af viðbragðsteymi á vettvangi og valdir með tilgangsúrtaki. Tekin voru 14 viðtöl við sjö fulltrúa viðbragðsaðila. Viðtöl voru greind með eigindlegri innihaldsgreiningu. Til að efla trúverðugleika voru niðurstöður rannsóknarinnar bornar undir þátttakendur.
  Niðurstöður sýndu að áherslur viðbragðsaðila, sem rætt var við, einkenndust af einlægum áhuga og ánægju af því starfi sem þeir unnu. Takmark þeirra var að tryggja öryggi og velferð. Samstaða náðist með góðum undirbúningi, áherslu á upplýsingar, samvinnu á jafningjagrunni, hlustun og dreifðri ábyrgð. Draga má þá ályktun að þjónandi forysta einkenni samskipti og samvinnu þeirra sem rætt var við. Rannsóknin hefur fræðilegt gildi og niðurstöður varpa ljósi á nýja hlið þjónandi forystu og gefa vísbendingar um að þjónandi forysta geti haft uppbyggileg áhrif á störf og áherslur viðbragðsaðila. Mikilvægt er að efla enn frekar fræðilega þekkingu á sviðinu t.d. í ljósi þjónandi forystu. Rannsóknin hefur jafnframt hagnýtt gildi og geta niðurstöður hennar nýst innan velferðar, heilbrigðis-, björgunar-, og almannavarnamála sem tengjast áföllum og hamförum.
  Lykilorð: Viðbragðsaðilar, stjórnun á vettvangi náttúruhamfara, samskipti, samstarf, þjónandi forysta.

 • Útdráttur er á ensku

  First responders play a big part in our countries civil defence but limited research exists about the manifestation of communication, cooperation, management and leadership of first responders when working with trauma. Servant leadership is a philosophy of leadership, management and communication with emphasis on intrinsic interest of others, self-knowledge and a clear vision for the future. According to research servant leadership is an effective proficiency for leaders but few research exists about the potential manifestation of servant leadership in first responders in the field of trauma.
  The purpose of this study was to increase knowledge of methods first responders, which work in the field of trauma, use and what they emphasize. In addition it sheds light on their emphasis in communication and cooperation when working in the field of the eruption in Eyjafjallajökull in the spring of 2010 and to explore if these methods reflect the philosophy of servant leadership. The research method used was qualitative phenomenology according to The Vancouver School. The interview framework was based on the ideas of Robert K. Greenleaf on servant leadership. The participants were part of a response team in the field and selected with a convenience sample. 14 interviews were conducted with seven representatives of first responders. The interviews were analysed using qualitative content analysis. In order to increase credibility of the research the participants were consulted about the interpretation of the findings.
  The findings of this study indicate that the emphasis of the first responders interviewed were characterised by sincere interest and joy for their work. Their goal was to ensure safety and well-being. Solidarity was reached with good preparation, emphasis on information, cooperation on a peer level, listening and shared responsibility. There is a reason to believe that the communication and cooperation of the first responders where characterized by servant leadership. This study has a theoretical value and the results shed light on a new side of servant leadership and indicate that servant leadership can have a positive effect on the work and emphasis of first responders. It is important to increase further theoretical knowledge in the field e.g. in the light of servant leadership. Furthermore this research has practical value and the results can be used in welfare work, health care, rescue service matters and civil defence matters that connect to trauma and disasters.
  Keywords: First responders, natural disasters management, communication, cooperation, servant leadership.

Samþykkt: 
 • 6.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að vera í takt við samfélagið en samt að sýna festu.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna