is Íslenska en English

Bók

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23121

Titill: 
 • Titill er á ensku The Role of Circadian Disruption in Prostate Cancer Development
 • Röskun á lífklukku og þróun blöðruhálskirtilskrabbameins
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • September 2015
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Background and Aims: Numerous studies have shown that circadian disruption, which may be marked by sleep disturbances and inhibited melatonin production, is probably carcinogenic to humans. Although important biological evidence exists, the association between circadian disruption and prostate cancer remains an underexplored field. Therefore, the aim of this thesis was to examine the association between sleep and melatonin levels in relation to prostate cancer risk and progression. In addition, to develop a method to measure the pineal gland volume in relation to melatonin with a future aim to explore the association of pineal gland volume and prostate cancer risk. Finally, we sought ascertainment of prostate cancer registration for the study groups by evaluating the quality of the Icelandic Cancer Registry (ICR).
  Materials and Methods: In aim one, we conducted a systematic review of the literature to evaluate the association between light-at-night, sleep patterns or shift work (as proxies for circadian disruption) and prostate cancer risk, with 16 studies fulfilling our eligibility criteria. In aim two, we utilized a cohort of 2,102 men from the AGES-Reykjavik study with information on sleep problems from a baseline questionnaire to evaluate whether men with sleep disruption were at increased risk of prostate cancer. Using a case-cohort design within the AGES-Reykjavik cohort, aim three explored wether men with lower levels of first morning void urinary 6-sulfatoxymelatonin (aMT6s) had an increased risk of prostate cancer, particularly advanced disease. We used weighted Cox proportional hazards models to estimate hazard ratios (HRs) and 95% confidence intervals (95% CIs). In aim four, we manually labelled separately the three components (parenchyma, cyst and calcification) of the pineal gland from magnetic resonance images (MRI) of the brain in a random sample of 122 men. We then used multivariable linear regression to calculate the association of pineal volume and aMT6s. Finally, in our fifth aim we evaluated the proportion of prostate cancer diagnoses in the Icelandic cancer registry that were verified morphologically or based on death certificate only.
  Results: Of the 16 previously published studies, 15 were indicative of a positive association between circadian disruption, sleep loss and prostate cancer risk; 10 of which were statistically significantly associated. Over the study period (mean five years), 135 (6.4%) men were diagnosed with prostate cancer, of whom 26 (19%) had advanced disease (stage III/IV at diagnosis or death from prostate cancer). The men who reported difficulty falling asleep and woke up during the night were at increased risk of prostate cancer (HR 2.1; 95% CI: 1.2-3.7), compared with men without sleep problems. The risk of advanced disease was also stronger, with men who reported sleep problems at a threefold increased risk compared to men without sleep problems (HR 3.2; 95% CI: 1.1-9.7). Furthermore, men who reported sleep problems had lower levels of urinary aMT6s. Men with levels of urinary aMT6s below the median were at a fourfold increased risk of advanced prostate cancer (HR 4.0; 95% CI: 1.3-13.0), compared to men with levels above the median. The pineal gland varied in size with a mean parenchyma volume of 178 mm3 (range 65-503). Smaller pineal volumes were associated with lower levels of aMT6s levels (p<0.001). Assessment of the ICR showed that 98% of the prostate cancer diagnoses verified morphologically and few based only on death certificate (0.3%).
  Conclusion: These studies indicate that circadian disruption, as measured by sleep disruption and lower melatonin levels, is associated with an increased risk of advanced prostate cancer. The effect of circadian disruption on cancer risk, particularly prostate cancer, is an understudied area. In light of the fact that circadian disruption often accompanies ever-evolving technology, it is of utmost importance to explore this field in future research. If these findings are confirmed, they may have implications for future prevention of prostate cancer.
  Keywords: Circadian, sleep, melatonin, pineal, prostate, cancer, registration.

 • Inngangur: Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að röskun á lífklukku, sem birst getur í svefntruflunum og minnkaðri melatónínframleiðslu, er líklegur áhættuþáttur krabbameins. Þó mikilvægar lífeðlisfræðilegar vísbendingar séu til staðar hafa tengsl þessara þátta við krabbamein í blöðruhálskirtli (BHKK) lítið verið rannsökuð. Því var meginmarkmið þessa doktorsverkefnis að kanna tengsl svefns og styrks melatóníns við þróun BHKK. Að auki þróuðum við aðferð til að mæla rúmmál heilakönguls og könnuðum fylgni þess við melatónín með það að markmiði að nýta aðferðina síðar til að skoða tengsl rúmmáls heilakönguls og áhættu BHKK. Að lokum athuguðum við áreiðanleika skráningar BHKK fyrir rannsóknarhópinn með því að meta gæði krabbameinsskráningar á Íslandi.
  Efniviður og aðferðir: Fyrsta rannsóknin var yfirlitsgrein um vísindagreinar með upplýsingum um birtu að næturlagi, svefnvenjur eða næturvaktavinnu (vísbendingar fyrir röskun á lífklukku) og áhættu BHKK. Alls voru 16 rannsóknir sem við gátum stuðst við. Í rannsókn tvö var stuðst við ferilhóp 2102 karlþátttakenda í Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar til að skoða hvort karlar með svefntruflanir væru í aukinni áhættu að greinast með BHKK. Við notuðum tilfella-ferilrannsókn innan Öldrunarrannsóknarinnar í rannsókn þrjú til að kanna hvort karlar með lægra gildi 6-súlfatoxymelatóníns (aMT6s) í morgunþvagi væru í aukinni hættu á BHKK, sérstaklega langt gengnum sjúkdómi. Við notuðum lifunargreiningu Cox til að meta hættuhlutfall (HR) með 95% öryggismörkum (95% CI). Í rannsókn fjögur völdum við slembiúrtak með 122 körlum og merktum handvirkt á segulómun þrjá vefjahluta (kirtilvef, belgmein og kalk) heilakönguls. Við notuðum línulega aðhvarfsgreiningu til að reikna tengsl heilakönguls og aMT6s. Loks skoðuðum við í rannsókn fimm hlutfall BHKK greininga í Krabbameinsskrá Íslands sem var byggt á vefjarannsókn eða eingöngu dánarvottorði.
  Niðurstöður: Af 16 vísindagreinum fundu 15 samband á milli birtu að næturlagi, röskunar á lífklukku eða svefntruflana og aukinnar áhættu á BHKK, þar af voru niðurstöður 10 þeirra tölfræðilega marktækar. Á rannsóknartímabilinu (meðaltal=fimm ár) greindust 135 (6,4%) karlar með BHKK, þar af 26 (19%) með langt gengið krabbamein (stig III/IV við greiningu eða dánarorsök). Karlar sem áttu erfitt með að sofna og vöknuðu að næturlagi voru í aukinni áhættu að greinast með BHKK (HR 2,1; 95% CI: 1,2-3,7) í samanburði við karla án svefntruflana. Karlar með svefntruflun voru í þrefaldri áhættu að fá langt genginn sjúkdóm í samanburði við karla án svefntruflana (HR 3,2; 95% CI: 1,1-9,7). Auk þess reyndust karlar með svefntruflun vera með lægra gildi aMT6s í þvagi. Karlar með aMT6s undir miðgildi voru í fjórfalt aukinni áhættu að greinast með langt gengið BHKK (HR 4,0; 95% CI: 1,3-13,0), í samanburði við þá sem mældust yfir miðgildi. Stærð heilakönguls var mjög breytileg. Meðalrúmmál kirtilvefs mældist 178 mm3 (spönn 65-503). Karlar sem voru með lítinn heilaköngul mældust með lægra aMT6s-gildi (p<0.001). Úttekt á Krabbameinsskrá Íslands sýndi að 98% tilfella BHKK voru staðfest með vefjagreiningu og örfá tilfelli (0,3%) voru eingöngu staðfest af dánarvottorði.
  Ályktun: Rannsóknirnar benda til þess að röskun á lífklukku, mælt með svefntruflun og minnkaðri melatónín framleiðslu, tengist aukinni áhættu á langt gengnu BHKK. Áhrif röskunar á lífklukku á þróun krabbameins, sérstaklega BHKK, er enn vanrannsakað svið. Í ljósi þeirrar staðreyndar að röskun á lífklukku fylgir oft örri þróun tæknivæðingar, er gríðarlega mikilvægt er að skoða þetta samband frekar í framtíðinni. Ef þessi tengsl verða staðfest í fleiri rannsóknum þá geta opnast nýir möguleikar til forvarna gegn BHKK.
  Lykilorð: Lífklukka, svefn, melatónín, heilaköngull, blöðruhálskirtils-krabbamein, krabbameinsskrá.

ISBN: 
 • 978-9935-9261-0-4
Samþykkt: 
 • 8.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lara G Sigurdardottir - PhD thesis final.pdf14.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna