is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23124

Titill: 
 • Námstækifæri barna í leikskóla : tækifæri leikskólabarna til þátttöku og áhrifa á leikskólanám sitt
Námsstig: 
 • Doktors
Útdráttur: 
 • Tilgangur þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt er að skoða námstækifæri
  (e. learning opportunities), það er tækifæri leikskólabarna til þátttöku og
  áhrifa á leikskólastarf, í íslenskum leikskóla sem starfar í anda
  starfsaðferðar sem kennd er við ítölsku borgina Reggio Emilia. Samkvæmt
  þeim hugmyndum er áhersla lögð á að auka möguleika barna til áhrifa í
  leikskólastarfinu (Malaguzzi, 1998).
  Rannsóknin er þverfagleg, víða er leitað fanga: í almennri sálfræði
  (Heider), stjórnmálaheimspeki (Habermas), félagsfræði (Ziehe), leikskólafræði
  (Malaguzzi), kynjafræði (Butler) og í félagssálfræði (Bandura). Rannsóknin
  er byggð á tveimur fræðilegum meginsjónarhornum: eignunarkenningu
  (e. attributionism) og gagnrýninni kenningu (e. critical theory).
  Jafnframt er stuðst við lykilhugtökin trú á eigin getu (e. self-efficacy) og
  valdeflingu (e. empowerment), auk hugmynda Judith Butler (2004) um
  kyngervi (e. gender).
  Doktorsverkið byggist á fjórum greinum: auk þess er fræðilegur rammi
  eða kápa sem tengir efni greinanna saman og dregur fram fræðilega
  útgangspunkta og niðurstöður.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa heildstæða hugmynd um samhangandi
  áhrifaþætti sem varða námsumhverfi barna; að námstækifæri barna
  ráðist mikið af viðhorfum kennara. Það er að viðhorf kennara stýri gjörðum
  þeirra og það hafi síðan mótandi áhrif á sjálfshugmyndir viðkomandi barna
  og möguleika þeirra til virkrar þátttöku í eigin námi og til að öðlast aukna
  trú á eigin getu. Sem er mikilvægur lykill að velgengni og stuðlar að aukinni
  getu viðkomandi barna. Í rannsókninni, sem er þverfagleg, er víða leitað
  fanga: í almennri sálfræði (Heider), stjórnmálaheimspeki (Habermas),
  félagsfræði (Ziehe), leikskólafræði (Malaguzzi), kynjafræði (Butler) og í
  félagssálfræði (Bandura).
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðhorf kennaranna tveggja
  sem tóku þátt í rannsókninni féllu að starfsaðferðum þeirra. Einnig sýna
  þær að börnunum bauðst að taka þátt í ákvarðanatöku og að kennararnir
  stuðluðu að valdeflingu barnanna. Þó takmarkaði kyngervi barnanna
  valdeflingu þeirra, segja má að þar hafi mótunarþáttur viðhorfa hvað
  skýrast birst. Þá sýnir rannsóknin að málþroski leikskólabarna útilokar ekki
  að trú þeirra á eigin getu sé mæld, en hins vegar er nauðsynlegt að þróa
  annars konar mælitæki en almennt er beitt við mælingu á trú fullorðinna á eigin getu. Í rannsókninni er stungið upp á uppeldisfræðilegri skráningu
  sem vænlegu mælitæki.
  Lykilhugtök: Trú á eigin getu, valdefling, kyngervi, Bandura, Butler,
  Habermas, Malaguzzi, Reggio Emilia.

 • The purpose of the research is to scrutinize learning opportunities, that is,
  preschool children’s opportunities of participation and possibilities of
  impacting the preschool activities within one Icelandic preschool whose
  practice is inspired by the methodologies named after the Italian city of Reggio
  Emilia. According to the ideas of Reggio Emilia, an emphasis is placed on
  bolstering children’s abilities to influence preschool activities (Malaguzzi,
  1998). The research is grounded on two theoretical perspectives;
  attributionism and critical theory. Moreover, the research draws on definitions
  of the key-terms ‘self-efficacy’ and ‘empowerment’, as well as Judith Butler’s
  (2004) theories concerning gender. The PhD project is based on four articles:
  1) Attitudes of two preschool teachers and methods of empowerment of
  preschool children. 2) Perceived self-efficacy amongst preschoolers: Some
  methodological variations on themes from Bandura’s theory. 3) Children and
  Democracy in Preschool: Children’s Participation in Preschool Decision-
  Making Processes. 4) Gendering in one Icelandic preschool.
  The findings of the research provide holistic ideas regarding interconnected
  determinants in relation to children’s educational environments;
  children’s opportunities of learning depend largely on the teachers’
  views, i.e. the teachers’ views govern their behaviour which in turn impact
  the children’s self-image and their ability to actively participate in their
  own learning and develop stronger beliefs concerning their own
  capabilities, which is an integral aspect of success and which generally
  facilitates the children’s capabilities. The research draws on several
  sources: psychology (Heider), political philosophy (Habermas), sociology
  (Ziehe), early childhood education (Malaguzzi), gender studies (Butler) and
  social psychology (Bandura).
  The central findings of the research bring to light that the views of the
  teachers who participated in the research were consistent with work
  methods and the children were frequently invited to participate in the
  decision-making processes. Ultimately, the teachers facilitated the
  children’s empowerment; however, the children’s gender limited the
  extent of their empowerment. One could claim that this aspect manifests
  most clearly the way in which teachers’ views impact the children. The
  research furthermore reveals that preschool children’s language
  development does not undermine analyses of their beliefs in regard to
  their own abilities but it is nevertheless necessary to create alternative
  evaluation tools that focus on children, in contrast to commonly used evaluation tools used to analyse adult individuals’ beliefs in their own
  abilities. The research suggests pedagogical documentation as a possibly
  fruitful means of assessment.
  Key terms: belief in own abilities, empowerment, gender, Bandura, Butler,
  Habermas, Malaguzzi, Reggio Emilia.

Samþykkt: 
 • 14.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DR. Guðrún Alda Harðardóttir.pdf14.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna