is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23128

Titill: 
  • Samband jórtrunar og streituviðbragða. Hjarta- og æðakerfisviðbrögð við streituvaldandi aðstæður og á batatíma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar var að skoða streitu sem sterk hjarta- og æðakerfisviðbrögð (cardiovascular response) við streituvaldandi áreitum. Samkvæmt fyrri rannsóknum ættu hjarta- og æðakerfisviðbrögð að geta spáð fyrir um sjúkdómsþróun síðar meir. Sterk streituviðbrögð og lengri batatími eftir streituvaldandi aðstæður hafa verið tengd við hjarta- og æðasjúkdóma. Í áhættumati fyrir slíka sjúkdóma hefur meðal annars verið horft til sálfræðilegra þátta og í þessari rannsókn var einblínt á þá einstaklinga sem hafa það sem persónuleikaeinkenni að velta sér upp úr neikvæðum hugsunum og kallast slíkt hugsunarferli jórtrun (rumination). Fyrri rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa tilhneigingu til að jórtra sýni sterkari viðbrögð við streituvaldandi aðstæður og séu lengur að jafna sig eftir þær. Notast var við I-RS spurningalistann til að mæla tilhneigingu til jórtrunar. Tilgáta 1 var að þeir sem skora hátt á I-RS spurningalistanum séu með sterkari hjarta- og æðakerfisviðbrögð við streituvaldandi aðstæðum en þeir sem skora lágt á I-RS. Tilgáta 2 var að þeir sem skora hátt á I-RS spurningalistanum séu einnig lengur að jafna sig eftir streituvaldandi aðstæður en þeir sem skora lágt. Þátttakendur voru 96 á aldrinum 18-40 ára sem tóku þátt í tveimur streituvaldandi verkefnum, að undirbúa og halda ræðu og að vera með kælipoka á enni. Niðurstöður sýndu að þeir sem skoruðu hátt á I-RS spurningalistanum voru með marktækt dempaðri sympatísk viðbrögð (PEP) og hægari hjartslátt við streituvaldandi aðstæður miðað við þá sem skoruðu lágt á I-RS spurningalistanum.

Samþykkt: 
  • 16.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samband jórtrunar og streituviðbragða.pdf644.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna