is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23130

Titill: 
 • Titill er á ensku Long-term health effects of the Eyjafjallajökull volcanic eruption: A prospective cohort study in 2010 and 2013
 • Heilsufarslegar afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli: Framsýn ferilrannsókn 2010 og 2013
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  It is estimated that at least 500 million people live within the potential exposure range of a historically active volcano. Adverse respiratory symptoms and a variety of psychological symptoms have been reported after volcanic eruptions but studies on long-term health effects of volcanic eruption are scarce, including studies on respiratory health.
  The aim of the study was to examine physical and mental health of exposed residents three to four years after the Eyjafjallajökull eruption, compared to six to nine months after the eruption. Furthermore, the aim was to assess whether highly exposed residents were still at increased risk of physical and mental symptoms compared with residents who were less or not at all exposed to the effects of Eyjafjallajökull eruption.
  In a population-based prospective cohort study of residents of areas close to the Eyjafjallajökull volcano, the level was divided into areas based on different level of exposure. In addition, a sample from a non-exposed population of residents of Skagafjörður in Northern Iceland was included for comparison. All participants answered a questionnaire on physical and psychological symptoms in 2010 and again in 2013. Standard questions from the screening part of the European Community Respiratory Health Survey (ECRHS) were used to assess respiratory health and underlying diseases. General Health Questionnaire-12-item-version (GHQ-12) measured psychological distress, Perceived Stress Scale (PSS-4) measured perceived stress and Primary Care PTSD (PC-PTSD) measured PTSD symptoms. The participation rate in 2010 was 72%, of those, 80% participated in the follow-up in 2013.
  Compared to 2010, the following symptoms were more prevalent in the exposed group in 2013: current skin rash/eczema (OR 2.04; 95% CI 1.29 to 3.23), back pain (OR 1.44; 95% CI 1.07 to 1.93) and myalgia (OR 1.58; 95% CI 1.18 to 2.13). Also, experiencing respiratory symptoms in the last 12 months was more common in 2013 than 2010, including morning winter phlegm (OR 1.50; 95% CI 1.11 to 2.07), nocturnal or daytime winter phlegm (OR 1.64; 95% CI 1.12 to 2.41) and chronic phlegm (OR 1.85; 95% CI 1.21 to 2.82). In addition, sleep difficulties during the last three months were more common among the exposed participants in 2013, compared to 2010, such as difficulty staying asleep and having trouble falling back asleep (OR 1.55; 95% CI 1.22 to 1.96) and frequently waking up in the middle of the night (OR 1.28; 95% CI 1.02 to 1.62). Multiple symptoms (two or more) from the upper respiratory system or skin were more common in 2013 (14.5%) than in 2010 (7.6%) (OR 1.83; 95% CI 1.18 to 2.86). Further, having multiple symptoms in 2013 was associated with experiencing perceived stress (OR 2.18; 95% CI 1.09 to 4.20) and PTSD symptoms (OR 3.17; 95% CI 1.12 to 8.20). Finally, comparing different exposure areas (low, medium and high) in 2013, we found that the participants in the more exposed areas were at higher risk of experiencing respiratory and physical symptoms such as waking up feeling tightness in the chest in the last 12 months (medium exposure OR 3.09; 95% CI 1.21 to 10.46 and high exposure OR 3.42; 95% CI 1.30 to 11.79) and having a dry throat during the last month (medium exposure OR 4.66; 95% CI 1.36 to 29.30 and high exposure OR 5.71; 95% CI 1.62 to 36.26), compared to the low exposure region.
  The risk of certain symptoms increased with time, and three to four years after the eruption, symptoms still reflected the severity of exposure. This study draws attention to the possibility of enduring physical and psychological illnesses following natural hazards and has implications for planning preventive and treatment strategies.

 • Talið er að um 500 milljónir manna búi nálægt virku eldfjalli. Rannsóknir hafa sýnt fram á öndunarfæraeinkenni og andlega vanlíðan meðal einstaklinga eftir eldgos en lítið er vitað um heilsufarsleg áhrif til lengri tíma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna líkamlega og andlega heilsu þátttakenda þremur til fjórum árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli borið saman við þátttakendur sex til níu mánuðum eftir eldgosið. Markmiðið var einnig að kanna hvort að mikið útsettum íbúum, þremur til fjórum árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli, væri ennþá hættara við líkamlegum og andlegum einkennum borið saman við samanburðarhóp eða minna útsetta íbúa.
  Rannsóknin var framsýn ferilrannsókn sem samanstóð af Sunnlendingum (eldgosahópur) sem bjuggu mislangt frá eldfjallinu og samanburðarhópi frá Skagafirði. Þátttakendum, sem höfðu svarað spurningalista um líkamleg og sálræn einkenni hálfu ári eftir gosið, var fylgt eftir með rannsókn árin 2013/2014. Öndunarfæraheilsa og undirliggjandi sjúkdómar voru mældir með European Community Respiratory Health Survey (ECRHS), andleg vanlíðan var mæld með General Health Questionnaire-12-item-version (GHQ-12), streita var mæld með Perceived Stress Scale (PSS-4) og einkenni áfallastreituröskunar var mæld með Primary Care PTSD (PC-PTSD). Árið 2010 var svarhlutfallið 72% og 80% af þeim þátttakendum tóku aftur þátt í rannsókninni 2013.
  Niðurstöður sýndu að miðað við árið 2010 var eldgosahópi 2013 marktækt hættara við ýmsum einkennum undanfarinn mánuð, eins og húðeinkennum (OR 2.04; 95% CI 1.29-3.23), bakverkjum (OR 1.44; CI 95% 1.07-1.93) og vöðvabólgu (OR 1.58; CI 95% 1.18-2.13). Þeim er einnig hættara við einkennum síðustu 12 mánuði frá efri öndunarvegi, þ.e. slími fyrst á morgnana á veturna (OR 1.51; 95% CI 1.11-2.07), slími á daginn, á nóttunni eða á veturna (OR 1.64; 95% CI 1.12-2.41), og slími flesta daga á hverju ári (OR 1.85; 95% CI 1.21-2.82). Eldgosahópi 2013 var einnig hættara við eftirfarandi svefnerfiðleikum undanfarna þrjá mánuði miðað við árið 2010, eins og að hafa vaknað eftir að hafa fest svefn og átt erfitt með að sofna aftur (OR 1.55; 95% CI 1.22-1.96) og hafa vaknað nokkrum sinnum á hverri nóttu (OR 1.28; 95% CI 1.02-1.62). Árið 2013 (14.5%) var eldgosahópi einnig marktækt hættara við að vera með fleiri en tvö líkamleg einkenni frá efri öndunarvegi og húð, borið saman við árið 2010 (7.6%), (OR 1.83; 95% CI 1.18-2.86). Einnig fannst samband milli þess að hafa fleiri en tvö líkamleg einkenni og upplifun streitu (OR 2.18; 95% CI 1.09-4.20) og einkenni áfallastreituröskunar (OR 3.17; 95% CI 1.12-8.20). Þegar svör frá 2013 voru skoðuð sérstaklega, kom í ljós að mikið útsettum þátttakendum í eldgosahópnum var t.d. marktækt hættara við að vakna með þyngsli fyrir brjósti síðustu 12 mánuði samanborið við lítið útsetta hópinn (miðlungs útsettir OR 3.09; 95% CI 1.21-10.46 og mikið útsettir OR 3.42; 95% CI 1.30-11.79) og upplifa þurrk í hálsi undanfarinn mánuð (miðlungs útsettir OR 4.66; 95% CI 1.36-29.30 og mikið útsettir OR 5.71; 95% CI 1.62-36.26).
  Hætta á að upplifa ákveðin einkenni hafði aukist árið 2013, borið saman við 2010. Þar að auki voru einkenni algengari hjá þátttakendum sem voru mest útsettir miðað við hina hópana. Þessi rannsókn vekur athygli á möguleikanum á viðvarandi líkamlegum og andlegum einkennum í kjölfar náttúruhamfara og gæti haft þýðingu á sviði forvarna og viðbragðs áætlana.

Samþykkt: 
 • 19.10.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð_HeidrunHpdf.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna