Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23132
Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta dánarorsökin í heiminum í dag. Niðurstöður rannsókna benda til dæmis til að hækkaður blóðþrýstingur, kólesteról og fjölskyldusaga um hjarta og æðasjúkdóma auki líkur á sjúkdómnum en þó virðist sem það sé ekki fullnægjandi skýring. Rannsakendur hafa því í auknum mæli litið til sálrænna þátta eins og streitu sem telst í dag vera þekktur áhættuþáttur hjartasjúkdóma. Í þessari rannsókn var kannað hvort Persónuleikagerð D gæti mögulega skýrt að hluta samband streitu og hjarta og æðasjúkdóma en hún samanstendur af samvirkni persónuleikaþáttanna neikvæðs hrifnæmis ([NH]; negative affectivity) og félagshömlunar ([FH]; social inhibition) og einkennist af langvinnri bælingu á neikvæðum tilfinningum. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort lífeðlisleg svörun við streituvaldandi aðstæður væri dempaðri hjá þeim sem flokkast með Persónuleikagerðina D en en hjá þeim sem ekki flokkast með hana og kanna hvort að þeir væru lengur að jafna sig í kjölfarið. Þátttakendur voru 24 háskólanemar sem svöruðu spurningalistanum DS14 er metur persónuleikagerð D og mættu á rannsóknarstofu þar sem lífeðlisleg viðbrögð þeirra voru mæld í tveimur streituvaldandi verkefnum. Tilgátur voru þrjár: 1) Þeir sem flokkast með Persónuleikagerð D sýna dempaðri hjartsláttarviðbrögð í streituvaldandi aðstæðum en þeir sem ekki flokkast með hana; 2) að enginn munur sé á slag- og hlébilsþrýstingi milli þeirra sem flokkast sem Persónuleikagerð D og þeirra sem flokkast ekki sem Persónuleikagerð D 3) að þeir sem flokkist með persónuleikagerðina séu lengur að jafna sig eftir streituvaldandi atburð en þeir sem ekki flokkast með hana. Fyrsta og þriðja tilgáta stóðust ekki en önnur tilgáta stóðst. Persónuleikaþættirnir NH og FH voru einnig skoðaðir sem samfelldar breytur og áhrif þeirra á lífeðlisleg viðbrögð könnuð. Niðurstöður gefa tilefni til frekari rannsóknar með stærra úrtaki og ítarlegri mælingum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Páll og Vigdís - Lokaskil.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |