is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23138

Titill: 
  • Opinberir aðilar í virðisaukaskattskerfinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meðferð opinberra aðila í virðisaukaskattsrétti er nokkuð flókin og ýmsum vandkvæðum bundin. Sérstök staða þeirra innan hefðbundinna virðisaukaskattskerfa, þar sem þeir eru ýmist undanþegnir eða skattskyldir eftir því hvaða þjónustu eða vöru þeir eru að selja og hvort þeir geri það í samkeppni við atvinnufyrirtæki, getur í vissum tilvikum leitt til umtalsverðra samkeppnisraskana, hás flækjustigs og mikils hlýðnikostnaðar. Við rannsókn á meðferð opinberra aðila innan íslenska- og evrópska virðisaukaskattskerfisins kemur í ljós að þó að kerfin séu skyld að vissu leyti, þá er talsverður munur á þeim hvað meðferð opinberra aðila varðar. Íslenska kerfið virðist vera skilvirkara og ná að mestu leyti fram markmiðum sínum um hlutleysi gagnvart samkeppni á meðan það evrópska er flókið og þungt í vöfum. Ástæður fyrir þessu geta verið nokkrar, aðallega þær að annars vegar er erfitt að breyta skattalöggjöf Evrópusambandsins þar sem það krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna, og hins vegar að kerfið er langt frá því að vera að fullu samræmt. Meira ber því á neikvæðum áhrifum meðferðar opinberra aðila í evrópska kerfinu en því íslenska, sem í raun þarf engra úrbóta við. Hin síðari ár hafa þau lönd sem tekið hafa upp virðisaukaskatt farið aðra leið við meðferð opinberra aðila og skattlagt þá að fullu. Sú leið hefur verið lögð til sem hugsanleg lausn á þeim vandamálum sem meðferð þeirra skapar í evrópska kerfinu og væri vert að kanna möguleikann á þeirri leið.

Samþykkt: 
  • 20.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_BrimarAðalsteinsson_ML.pdf780.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerðin er vernduð af höfundarrétti og því er útprentun og afritun óheimil nema að fengnu skriflegu leyfi höfundar.