is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23143

Titill: 
  • Titill er á ensku A 2000 year record of marine climate variability from Arnarfjörður, NW Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    A high-resolution sedimentary record from the subarctic Arnarfjörður in northwestern Iceland is being studied, with the ultimate goal to reconstruct the marine climate and the environmental history of Arnarfjörður for the past 2000 years. The fjord provides a regional oceanographic climatic signal reflecting changes in the Irminger Current, a branch of the warm and saline North Atlantic Current and the fresher East Greenland Current from the north, and changes in sea ice cover in the region.
    The sediment core spans approximately 2000 years and thus offers a high resolution record for that time interval, which includes both the Medieval Warm Period (MWP) and the early to middle part of the Little Ice Age (LIA). We estimate approximately 150 years missing from the top of the section. The marine climate reconstruction is based on multi-proxy study including; x-radiographs which are used to identify ice rafted debris (IRD), magnetic susceptibility, density, total carbon, x-ray diffraction (XRD) and foraminiferal research. The main emphasis was though on utilizing the benthic foraminifera to describe the oceanographic and environmental changes in the Arnarfjörður region.
    This first of the kind study from Arnarfjörður has multidecadal time resolution and demonstrates significant variability in the benthic foraminiferal fauna dominated by Cibicides lobatulus, Cassidulina reniforme and Elphidium excavatum. By applying statistical transfer function methods on the down-core faunal composition estimates on the bottom water temperatures (BWTTF) and salinities (BWSTF) was obtained. For the past 2000 years the estimated BWT’s in Arnarfjörður fluctuates from ca. 1.5 ± 1.09°C to 4.53 ± 0.646°C, a variability of ~3° C.
    The data from Arnarfjörður is in harmony with previously reported LIA characteristics from the region, which has been described as a period of high amplitude fluctuations, with non-stable conditions and cold bottom waters.

  • Arnarfjörður er annar stærsti fjörður Vestfjarða. Setkjarni, sem var tekinn í firðinum árið 2010, var rannsakaður með það markmið að kanna umhverfisbreytingar í firðinum síðustu 2000 árin. Tveir ólíkir sjávarstraumar hafa hvað mest áhrif á Arnarfjörð, annars vegar flytur Irmingerstraumurinn hlýjan og saltan sjó að landinu úr suðri og hins vegar berst kaldur og seltulítill sjór með Austur-Grænlandsstraumnum úr norðri. Skilin milli þessara tveggja straumakerfa kallast pólarfrontur og hafa þau færst til í gegnum jarðsöguna háð styrkleika straumanna.
    Setkjarninn úr Arnarfirðinum býður uppá nákvæm gögn með háa tímaupplausn fyrir síðustu 2000 árin, en það tímabil hefur að geyma bæði hlýindi miðalda (e. MWP) og kuldatíma Litlu ísaldarinnar (e. LIA). Aldursgreiningar á setkjarnanum benda til að það vanti u.þ.b. síðustu 150 árin í kjarnann eða frá því að Litla ísöldin náði hámarki. Í þessari rannsókn var notast við röntgenmyndir til að greina ísrekið efni, mælingar á segulviðtaki og eðlisþéttleika setsins til þess að rekja uppruna efnis og kolefnismælingar og götungagreiningar til þess að meta lífræna virkni og breytileika í umhverfisþáttum á tímabilinu. Megin áhersla verkefnisins var að greina samsetningu götungafánunnar til að meta og endurskapa hitastig sjávarstraumanna, hafísaðstæður og aðrar umhverfisbreytingar í firðinum.
    Breytingar á götungafánunni í Arnarfirði skiptir kjarnanum upp í þrjú tímabil. Það elsta nær frá u.þ.b. 350-800 AD, næsta tímabilið er frá 800-1200 AD og það yngsta frá 1200-1850 AD. Tölfræðilegri úrvinnslu (e. transfer function method) var beytt á gögnin til að áætla botnhitastig í firðinum fyrir tímabilið. Aðferðin felst í því að nýta módel sem byggir á nútímasamsetningu á götungafánu og tilsvarandi kjöraðstæðum hennar (hitastig og selta) víðs vegar frá N-Atlanthafssvæðinu. Með því að setja niðurstöður götungagreiningunnar úr setkjarnanum í módelið má reikna út áætlaðan botnhita sjávar síðustu 2000 ára. Niðurstöður benda til að talsverðar sveiflur hafa orðið á hitastigi í firðinum. Fyrsta tímabilið einkennist af frekar stöðugu en kólnandi umhverfi. Miðhluti kjarnans (800-1200 AD) sýnir hlýrri aðstæður, með hæsta áætlaða botnhitann í kringum 1100 AD (4.53 ± 0.646°C), en það er svipaður hiti og er í Arnarfirði í dag. Um 1200 AD fara aðstæður í firðinum að breytast með auknum áhrifum af kaldari sjávarstraumum.
    Þessar niðurstöður á gögnum úr Arnarfirði falla vel saman við svipaðar rannsóknir á nærliggjandi svæði, þar sem Litla ísöldin (ca. 1250-1900 AD) einkenndist af mjög óstöðugu ástandi og köldum botnstraumum.

Samþykkt: 
  • 23.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IRJ_Arnarfjörður.pdf3,38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna