is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2315

Titill: 
  • Áhrif eftirlits, stuðnings, hlýju og uppeldishátta foreldra á kynhegðun unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur eftirfarandi rannsóknar var að kanna hvort góð tilfinningatengsl (stuðningur og hlýja) milli foreldra og unglinga, eftirlit foreldra og uppeldishættir hafi áhrif á kynhegðun unglinga. Kenning Travis Hirschi segir að mikilvægustu tengslin séu tilfinningatengsl, eða þær tilfinningar sem einstaklingar bera til hvors annars. Stundi unglingar frávikshegðun eins og áhættusamt kynlíf, getur það haft neikvæðar afleiðingar fyrir samband þeirra við foreldra sína Spurningalisti var lagður fyrir 1918 nemendur í 10. bekk á landinu öllu, 958 stráka og 939 stelpur. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að marktækt fleiri stúlkur en strákar hafa stundað kynlíf í 10. bekk. Foreldrar hafa að einhverju leyti áhrif á kynhegðun barna sinna. Þeir unglingar sem eru undir litlu eftirlit foreldra eru líklegri til að vera byrjaðir að stunda kynlíf og hafa ekki notað getnaðarvarnir við síðustu samfarir en unglingar sem eru undir miklu eftirliti. Unglingar sem fá hlýju og stuðning frá foreldrum sínum er ólíklegri til að vera byrjaðir að stunda kynlíf en þeir sem fá aldrei hlýju og stuðning. Unglingar sem eiga skipandi foreldra eru líklegastir til að hafa ekki notað getnaðarvarnir við síðustu samfarir. Fjöldi þeirra sem hafa stundað kynlíf eykst eftir því sem áfengisneysla eykst, einnig minnkar notkun getnaðarvarna eftir því sem áfengisneysla eykst.

Samþykkt: 
  • 29.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
verkefnid_fixed.pdf553.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna