is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23150

Titill: 
  • Viðhorf ferðamanna til vindmylla
Útgáfa: 
  • Október 2015
Útdráttur: 
  • Vindmyllur eru nýr orkukostur hér á landi. Landsvirkjun hefur nú til skoðunar að reisa svokallaðan vindmyllulund norðaustan við Búrfell í Þjórsárdal sem mun samanstanda af um 80 vindmyllum með allt að 200 MW orkuvinnslu. Vindmyllur breyta ásýnd lands og þar með upplifun fólks sem fer þar um. Náttúran er megin aðdráttarafl Íslands sem ferðamannalands. Rúmlega þriðjungur erlendra sumargesta ferðast um hálendið og er suðurhálendið mikilvægasta svæðið á hálendinu fyrir ferðamennsku. Í þessari grein eru kynntar niðurstöður rannsóknar á áhrifum fyrirhugaðra vindmylla Landsvirkjunar við Búrfell á upplifun ferðamanna og viðhorfum þeirra til vindorkuframleiðslu á Íslandi. Rannsóknin byggir á viðtölum og spurningakönnun sem var lögð fyrir ferðamenn á svæðinu sumarið 2014. Spurningalistinn samanstóð af 29 spurningum, margar hverjar í nokkrum liðum og svöruðu honum 1351 ferðamenn. Viðtölin byggðust á hálf opnum spurningum og var rætt við fimmtán ferðamenn, ellefu erlenda ferðamenn frá sjö löndum og fjóra íslenska. Niðurstöður sýna að ferðamönnum þykir núverandi orkumannvirki rýra náttúrulega ásýnd svæðisins. Tæplega helmingur ferðamanna er hins vegar jákvæður í garð tilraunavindmyllanna tveggja sem Landsvirkjun reisti á svæðinu árið 2012. Um 40% er hins vegar neikvæður í garð áforma um að reisa vindmyllulund með allt að 80 vindmyllum og tæplega 36% eru jákvæðir. Könnunin sýnir jafnframt að ferðamenn af öllum þjóðernum, fyrir utan Íslendinga, telja vindmyllur frekar eiga heima á landbúnaðarsvæðum en í óbyggðum.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XVI
ISBN: 
  • 978-9935-424-19-8
Samþykkt: 
  • 30.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa_VID_AnnaDóra_Guðmundur_Rannveig.pdf783.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna