is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2316

Titill: 
  • „Maður þarf bara pínu stuðning og styrk.“ Nemendur með sértæka námsörðugleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem gerð var á tímabilinu september 2008 til apríl 2009. Tekin voru samtals fimm viðtöl við þrjá nemendur Háskóla
    Íslands sem allir eiga það sameiginlegt að hafa átt við sértæka námsörðugleika að stríða.
    Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, í fyrsta lagi að komast að því hvaða stuðning
    viðmælendur mínir fengu í grunn- og framhaldsskóla og hvernig stuðningurinn nýttist
    þeim. Í öðru lagi að komast að því hvað þeir gerðu sjálfir til að greiða sér leið í gegnum
    námið.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að sértækir námsörðugleikar hafa mikil
    áhrif á nám nemenda. Þeir virðast hafa meira fyrir náminu en aðrir nemendur en stuðningur
    kennara og foreldra skiptir þá miklu máli. Niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé fyrir
    kennara að sýna nemendum með sértæka námsörðugleika aukinn stuðning og aðhald og
    auðvelda þeim þannig námið um leið. Fram kom hjá viðmælendum mínum að bestu
    kennararnir eru þeir sem hafa skilning á sértækum námsörðugleikum og eru tilbúnir til að
    gefa nemendum með sértæka námsörðugleika meiri tilsögn umfram aðra nemendur.
    Jafnframt kom fram að bestu kennararnir eru þeir sem gefa nemendum sínum greiðan
    aðgang að sér þannig að nemendurnir viti að þeir geta alltaf leitað til þeirra ef á þarf að
    halda. Þeir segja að ef kennarar búi yfir þessum eiginleikum eru meiri líkur á því að
    nemendur þeirra fái aukinn kraft og vilja til að standa sig vel.
    Niðurstöður rannsóknar minnar benda til þess að það eru ekki allir nemendur að fá
    þann stuðning sem þeir þyrftu á að halda frá kennurum sínum. Niðurstöður leiddu einnig í
    ljós að þeir kennarar sem hafa virkilegan áhuga á kenna öllum nemendum eins vel og þeir
    geta, og veita nemendum með sértæka námsörðugleika sérstakan stuðning og skilning, eru
    líklegri til að ná góðum árangri með nemendum sínum og ýta undir námsáhuga þeirra.

Samþykkt: 
  • 29.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf263,76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna