is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23163

Titill: 
  • Starfsþróun fagstéttar þroskaþjálfa í ljósi nýrra áskorana
Útgáfa: 
  • Október 2015
Útdráttur: 
  • Menntun þroskaþjálfa fer nú fram á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Að námi loknu öðlast nemendur réttindi til starfa með fötluðu fólki á fjölbreytilegum vettvangi þjónustu. Í þessu erindi eru kynntar niðurstöður rannsóknar er beinir sjónum að þeim áskorunum sem mæta fagstéttinni þegar hún færir sig til í starfi á breiðum starfsvettvangi. Rannsóknin er byggð á spurningakönnun og viðtölum við þroskaþjálfa sem hafa söðlað um í starfi og þurft að aðlaga sig nýrri þekkingu, nýjum kröfum og þörfum nýrra þjónustuhópa. Sjónum er sérstaklega beint að forsendum starfsvals, þeim leiðum sem farnar eru við starfsaðlögun, og þeim bjargráðum og aðgerðum sem þroskaþjálfarnir reiða sig á. Fyrstu niðurstöður benda til að fagstéttin sé með starfsvali sínu að bregðast við síaukinni eftirspurn eftir starfskröftum þroskaþjálfa á breiðari þjónustuvettvang en áður, og þær undirstrika þörf fyrir skýrari starfslýsingar, aukinn stuðning og handleiðslu við umbreytingar og starfsaðlögun á starfsferlinum. Auk þess er kallað eftir meiri möguleikum til sérhæfingar í námi þroskaþjálfa. Við greiningu gagna er byggt á starfsþróunarkenningum Savickas um starfsferilinn og starfsþróunarkenningum Skovholt og Rönnestad. Rannsóknin er hluti af langtímarannsókn sem hófst árið 2013 og beinir sjónum að störfum og menntun þroskaþjálfa í alþjóðlegu ljósi. Í langtimarannsókninni er starfsþróun fagstéttar þroskaþjálfa skoðuð á grundvelli þróunar sambærilegrar fagstéttar í Evrópu.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XVI: Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-19-8
Samþykkt: 
  • 30.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FELMAN_Vilborg Jóhannsdóttir og Kristín Lilliendahl.pdf338.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna