is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23169

Titill: 
  • Þróun í upplýsingahegðun eldra fólks: Öflun og mat á rafrænum upplýsingum um heilsu og lífsstíl
Útgáfa: 
  • Október 2015
Útdráttur: 
  • Hlutfall eldra fólks vex hratt á Íslandi eins og víða í öðrum vestrænum löndum. Því er nauðsynlegt að huga að því hvernig velferðarsamfélagið getur stuðlað að lífsgæðum eldri borgara og stutt við þátttöku þeirra í samfélaginu. Gott aðgengi að upplýsingum, sem og geta til að afla og notfæra sér upplýsingar, skiptir verulegu máli í því sambandi. Miklar breytingar hafa orðið á upplýsingaflæði á undanförnum árum og þar með möguleikum fólks til að verða sér úti um upplýsingar. Einkum hefur færst mjög í aukana að miðla upplýsingum í gegnum Internetið þar sem aðferðir og leiðir hafa verið í mikilli þróun. Í erindinu verður fjallað um niðurstöður þriggja kannana sem gerðar voru árin 2002, 2007 og 2012 þar sem rannsökuð er þróun í upplýsingahegðun meðal Íslendinga í tengslum við upplýsingar um heilsu og lífsstíl. Áhersla verður lögð á að kynna niðurstöður um þátttakendur sem tilheyra tveimur elstu aldurshópunum, annars vegar fólk á aldrinum 60 til 67 ára, og hins vegar fólk sem er 68 ára og eldra. Leitað verður svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Hvernig hefur upplýsingahegðun aldurshópanna tveggja þróast frá 2002 til 2012? 2) Er munur á því hvernig upplýsingahegðun aldurshópanna hefur þróast og ef svo í hverju felst hann? Notaðar voru megindlegar aðferðir og gagna aflað frá 1.000 manna tilviljunarúrtökum fólks á aldrinum 18 til 80 ára árin 2002 og 2007, og 1.200 manna tilviljunarúrtaki fólks á aldrinum 18 ára og eldri árið 2012. Árið 2002 var svarhlutfall 51%, 2007 var það 47% og 2012 var það 58%. Fjallað verður um hvar þátttakendur kjósa að afla upplýsinga þar sem borin verður saman upplýsingaleit í þremur mismunandi miðlum, það er, upplýsingaleit í fjölmiðlum, frá sérfræðingum á heilbrigðissviði og á Internetinu. Ennfremur verða kynntar niðurstöður um hvernig þátttakendur meta gagnsemi og áreiðanleiki upplýsinga í fjölmiðlum, frá sérfræðingum og á Internetinu.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XVI: Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-19-8
Samþykkt: 
  • 30.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FELMAN_Ágústa_Pálsdóttir.pdf440,17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna