is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23175

Titill: 
  • Skráning menningarminja í stafrænu umhverfi: Samvinna, samþætting og framtíðarþróun
Útgáfa: 
  • Október 2015
Útdráttur: 
  • Rafræn skráning menningarminja hefur verið til staðar hérlendis í einhverjum mæli um áratugaskeið eða frá upphafi tölvunotkunar. Nú er sá skráningarmáti almennt notaður hjá þeim sem koma að skrásetningu menningarminja. Með rafrænni skráningu hafa menningarverðmæti og sögulegar heimildir verið gerðar aðgengilegar almenningi, fræðimönnum og öðrum. Öruggt aðgengi og leit veltur á því að skráningin sé samræmd, stöðluð og markviss. Tilgangur greinarinnar er að kynna niðurstöður tiltekinna þátta viðtalsrannsóknar sem gerð var 2013-2014 um rafræna skráningu menningarminja, þ.e. samvinnu og samræmingu stofnana m.t.t. skráningarinnar svo og stöðu hennar og framtíðarþróun. Markmiðið var að kanna, (1) með samhenta stjórnsýslu í huga, samstarf og samræmingu á milli stofnana sem skrá menningarminjar á rafrænan hátt, (2) viðhorf viðmælenda til skráningarinnar, og (3) mögulegrar framtíðarþróunar á sviðinu. Niðurstöðurnar sýndu að fjölmargir mismunandi gagnagrunnar voru nýttir til þess að skrá menningarminjar með rafrænu móti sem og skort á samvinnu og samþættingu á milli stofnana sem sjá um skráninguna. Heildarskipulag og opinbert yfirlit skorti. Stjórnsýslan gegndi ekki skyldum sínum hvað þetta varðaði, aðallega vegna fjárskorts og skorts á stefnumótun. Koma þarf á heildrænni stefnumótun um rafræna gagnagrunna og skráningu með það fyrir augum að bæta skráningu menningarminja og stuðla að framþróun sem unnt er að byggja á til framtíðar.

Birtist í: 
  • Rannsóknir í félagsvísindum XVI: Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-19-8
Samþykkt: 
  • 30.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FELMAN_jona_kristin.pdf366.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna