is Íslenska en English

Skýrsla

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Rit LbhÍ >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23190

Titill: 
 • Áhrif ljósstyrks, rótarbeðsefnis, vökvunar og umhirðu á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • Febrúar 2013
Útdráttur: 
 • Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann og komið í stað innflutnings að vetri til. Fullnægjandi leiðbeiningar fyrir hagkvæmasta ljósstyrk, rótarbeðsefni, ágræðsluna og vökvunar aðferðin vegna ræktunar á tómötum eru ekki til staðar og þarfnast frekari þróunar. Framkvæmd var tilraun með tómata (Lycopersicon esculentum Mill. cv. Encore) þann 01.09.2011-26.04.2012 í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. Tómatarnir voru ræktaðir í fjórum klefum með 2.5 toppa/m2 í vikri eða torfmottu (Kekkilä GroBoard® , 60 cm, Kekkilä Oy, Vantaa, Finland) undir topplýsingu frá háþrýstum natríumlömpum (HPS, 240 W/m2 ) að hámarki 18 klst ljós. Samanburðurinn á ágræddu og óágræddu fór fram með 3.3 toppa/m2 (ágræddar: 2 toppar/plöntu, óágræddar 1 toppur/plöntu) við 300 W/m2 . Í einum klefana var notast við vökvunarvog til þess að stjórna vökvun, þyngd eins pottsins og vökvað eftir ákveðinni þyngd. Hitastig var haldið 21 °C / 18°C (dag/nótt) í klefu m með 240 W/m2 , en 23 °C / 14-16 °C (dag/nótt) fyrir klefa með 300 W/m 2 . Koltvísýringur var gefin (800 ppm CO2 við 240 W/m2 og 1400 ppm CO2 við 300 W/m2 ). Tómatarnir fengu tilætlaða næringu með dropavökvun. Áhrif ljósstyrks, rótarbeðsefnis, ágræðslunnar og vökvunar aðferðin á vöxt, uppskeru og gæði tómatanna var prófaður og framlegð reiknuð út. Með því að velja meiri lýsingu er hægt að auka uppskeru magnið lítillega en það skilaði sér frekar í magni heldur en aukinni þyngd aldina. Val rótarbeðsefnis hafði ekki áhrif á söluhæft magn uppskeru. Þar sem lýsingin var mest juku ágræddu plönturnar uppskeru ósölulegra aldina. Vökvun með vökvunarvog sparaði allt að 20% af vatni við lága inngeislun með sömu uppskeru, en lítill sem engin sparnaður við meiri inngeislun. Hlutfall uppskerunnar sem hægt var að markaðssetja var 77-91% af heildar uppskerunni en lægst var hlutfallið þar sem mesta lýsingin var þar sem það orsakaði korkrákaða og sprungna tómata. Aðferðin hafði engin áhrif á hæð, fjölda klasa eða lengd milli stöngulliða. Hinsvegar voru ágræddu plönturnar lægri og einnig lengdin milli klasa við byrjun ræktunartímans. Það voru færri aldin á klasa þar sem lýsingin var mikil og frjóvgun 4 slök. Samantekið DM uppskeru (aldina, laufa, sprota) var mest þar sem mesta lýsingin var gefin, upptaka N jókst aðeins hjá ágræddu plöntunum. Mikil hækkun í orkukostnaði með því að lýsa með auka 60 W/m2 fylgdi ekki í nema lítil aukning í uppskeru og þarf því að ná allt að 10 kg hærri uppskeru ef mæla á með því. Sökum þess að ágræddu plöntunum var plantað seinna, áburður ekki stilltur rétt að þörfum þeirra og afblöðun framkvæmd sem ekki var vandað til í byrjun ræktunartímans þá er þörf á frekari rannsóknum til að staðfesta hvort ágræðsla sé ráðleg. Möguleikar til þess að minnka kostnað, aðrir en að lækka rafmagnskostnað eru ræddir. Frá efnahagslegu sjónarmiði er mælt með því að nota vog við vökvun við lága inngeislun.

 • Útdráttur er á ensku

  In Iceland, winter production of greenhouse crops is totally dependent on supplementary lighting and has the potential to extend seasonal limits and replace imports during the winter months. Adequate guidelines for increasing yield and decreasing production costs are not yet in place for tomato production and need to be developed.
  An experiment with tomato (Lycopersicon esculentum Mill. cv. Encore) was conducted from 01.09.2011-26.04.2012 in the experimental greenhouse of the Agricultural University of Iceland at Reykir. Tomatoes were grown in four replicates with 2.5 tops/m2 in pumice or peat-boards (Kekkilä GroBoard®, 60 cm, Kekkilä Oy, Vantaa, Finland) under high-pressure vapour sodium lamps (HPS, 240 W/m2) for a maximum of 18 hours light. The comparison „grafted - ungrafted“ was conducted with 3.33 tops/m2 (grafted: 2 tops/plant, ungrafted: 1 top/plant) at 300 W/m2. Irrigation was conducted in one cabinet with a scale by regularly controlling the weight of the pot and irrigating at a special target value. Temperature was kept at 21 °C / 18 °C (day / night) for cabinets with 240 W/m2, but 23 ° C / 14-16 ° C (day / night) for the cabinet with 300 W/m2. Carbon dioxide was provided (800 ppm at 240 W/m2 and 1,400 ppm CO2 at 300 W/m2). Tomatoes received standard nutrition through drip irrigation. The influence of the light intensity, growing media, grafting and watering strategy on growth, yield and quality of tomato was tested and the profit margin calculated. By choosing a higher light intensity yield could be slightly increased. This was attributed to more, rather than heavier fruits. The choice of the growing media did not influence the accumulated marketable yield. At the highest light intensity increased grafting the unmarketable yield. Watering with the scale saved up to 20 % of water at low solar irradiation with the same yield, whereas nearly no savings were observed athigher solar irradiation.
  Marketable yield was 77-91 % of total yield and was lower with the highest light intensity due to a high amount of flawed and cracked fruits. There was no influence of the treatment on height, number of clusters and distance between internodes. However, grafted plants were lower and also the distance between clusters was at the beginning of the growth period lower. There were less fruits per cluster at high light intensity and pollination was decreased. Cumulative DM yield (yield of fruits, leaves, shoots) was highest for the high light intensity, whereas N uptake was only increased for the grafted plants. The very high increase in energy costs by lighting 60 W/m2 more was accompanied by only a small yield increase and therefore this light increase can only be recommended when an almost 10 kg higher yield would be reached.
  Due to the later planting of grafted plants, a plant nutrition that was not adjusted to the needs of grafted plants and the stripping of leaves that was not done properly at the beginning of the growth period, further experiments need to verify if grafting is advisable. Possible recommendations for saving costs other than lowering the electricity costs are discussed. From an economic viewpoint it is recommended to irrigate with a scale at low solar irradiation.

Styrktaraðili: 
 • Samband garðyrkjubænda
ISSN: 
 • 1670-5785
Athugasemdir: 
 • Rit LbhÍ nr. 43
  Lokaskýrsla rannsóknarverkefnisins „Áhrif ljósstyrks, rótarbeðsefnis, vökvunar og umhirðu á vöxt,uppskeru og gæði gróðurhúsatómata“
Samþykkt: 
 • 5.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rit_lbhi_43.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna