is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23195

Titill: 
  • Grunnþættir í tímakistu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskóla Íslands. Viðfangsefnið er bókmenntakennsla á unglingastigi og tengsl hennar við grunnþætti menntunar. Í ritgerðinni er fjallað um almenna menntun og grunnþætti menntunar, eins og þeim er lýst í aðalnámskrá grunnskóla (2013), gildi barnabókmennta, sögu þeirra, og hvaðan bókmenntir fyrir börn eru sprottnar, læsi í víðum skilningi og undirþætti þess í tengslum við aðalnámskrá, hugtakið hæfni og þrepakenningu Benjamins Bloom. Að lokum er Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason greind með grunnþætti menntunar og nemendur á unglingastigi grunnskóla í huga. Allir grunnþættir menntunar eiga að endurspeglast í skólastarfi og mikilsvert er að varpa ljósi á hlutverk kennara þegar viðfangsefni er valið í bókmenntakennslu. Hér er eitt bókmenntaverk til skoðunar og ritgerðin varpar ljósi á gildi þess að skoða og nýta í kennslu nýlegar bækur sem höfða til tíðaranda samtímans. Gengið var út frá rannsóknarspurningunni: Hvernig getur vönduð bókmenntakennsla snúist um grunnþætti aðalnámskrár? Niðurstöður voru að val á viðfangsefni skiptir miklu máli þegar nálgast skal grunnþætti menntunar í bókmenntaverki. Auk þess hafa sveigjanlegir og vel ígrundaðir kennsluhættir, sem samræmast gildum grunnþáttanna, mikil áhrif. Í ritgerðinni halda höfundar sig við Tímakistuna sem dæmi og sýna fram á margvíslega möguleika til þess að nálgast þá bók. Það blasir við að fjölmargar nýjar bækur mætti taka svipuðum tökum og tengja við grunnþætti menntunar.

Samþykkt: 
  • 11.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Timakista_Erla_Sveinbjorn.pdf618.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna