is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23196

Titill: 
  • Fjölbreyttar lestrarkennsluaðferðir : mikilvægi þess að nota fjölbreyttar aðferðir við lestrarkennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var skoðað hvers vegna það sé mikilvægt að nota fjölbreyttar lestrarkennsluaðferðir. Til að komast að niðurstöðu og finna svar við rannsóknarspurningunni var notast við hefðbundna heimildaöflun.
    Í ritgerðinni er rýnt í þrjár aðferðir sem notaðar eru við lestrarkennslu í dag, en þær eru hljóðaaðferðin, heildaraðferðir/LTG - aðferðin og loks blandaðar aðferðir. Einnig verða stöfunaraðferð, orðaaðferð og setningaaðferð kynntar og farið lauslega í hvað felst í hverri aðferð. Áður en farið er í að skoða þessar aðferðir og spurningum svarað er mikilvægt að fræðast betur um lestur almennt. Skilgreiningar á lestri voru skoðaðar, rýnt var í undirþætti lesturs ásamt því að helstu kenningar um lestur voru kynntar.
    Það er mikilvægt fyrir kennara að reyna að koma til móts við alla nemendur og finna námsefni sem hentar þeirra getu og þroska. Þegar börnum er kennt að lesa er mikilvægt að kennarar séu vel að sér í þeim efnum og öruggir í kennslu sinni. Börn eru eins misjöfn og þau eru mörg og því er engin ein aðferð sem hentar öllum. Þess vegna er mikilvægt að kennarar sjái kostinn í því að nota fjölbreyttar aðferðir í kennslu sinni svo allir nemendur njóti góðs af og nái sem bestum tökum á lestri og þeim þáttum sem tengjast honum.

Samþykkt: 
  • 11.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rit1_senda.pdf766.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna