is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23197

Titill: 
  • Hver er upplifun og sýn þroskaþjálfa af stefnunni "Skóli án aðgreiningar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna á Íslandi. Stefnan gengur út á að allir nemendur óháð líkamlegu og andlegu atgervi eigi rétt á að stunda nám í sínum heimaskóla. Þroskaþjálfar sem starfa í skóla án aðgreiningar þurfa að vera meðvitaðir um stefnuna og hvernig skóli án aðgreiningar getur tekið við öllum nemendum og veitt þeim menntun við hæfi, óháð fötlun, skerðingu eða sérþörfum hvers konar. Í þessari rannsókn er sjónum beint að þroskaþjálfum í grunnskólanum. Rannsóknin er eigindleg og voru tekin viðtöl við fjóra þroskaþjálfa sem starfa í grunnskólum Reykjavíkur. Gengið var út frá rannsóknarspurningunni „Hver er upplifun og sýn þroskaþjálfa af stefnunni skóla án aðgreiningar? “. Markmið rannsóknarinnar var skoða upplifun og sýn þroskaþjálfa sem starfa í grunnskólum Reykjavíkur, til stefnunnar „Skóla án aðgreiningar“ með það fyrir augum að leyfa röddum þroskaþjálfa að heyrast og að sjónarmið þeirra fái að koma fram. Helstu niðurstöður eru þær að þroskaþjálfar eru almennt jákvæðir gagnvart stefnunni. Þeir töluðu um að stefnan væri falleg á blaði en þegar kæmi að því að vinna með nemandann í skólastarfinu, þá væri erfiðara að fara eftir stefnunni. Einnig kom í ljós að þroskaþjálfarnir væru oft einangraðir faglega í sínum störfum og fagstéttin virðist ekki hafa umræðuvettvang innan skólakerfisins. Það þarf að gefa þroskaþjálfum kost á umræðuvettvangi innan skólakerfisins.

Samþykkt: 
  • 11.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Theodóra Skúladóttir.pdf571,39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna