en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2320

Title: 
  • is Öryggi kvenna
Abstract: 
  • is

    Í þessari ritgerð er öryggi kvenna skoðað, bæði á hnattræna vísu og á Íslandi. Áhersla er lögð á að skoða hvernig öryggi hefur verið skilgreint karllægt og ríkismiðað, og gerð tilraun til að skoða öryggi út frá kvenlægum sjónarmiðum og félagslegu öryggi. Einnig verður leitast við að svara spurningunni um í hverju öryggi kvenna felst. Við þessa greiningu er notast við femínískar kenningar, auk þess sem viðfangsefnið er nálgast út frá stefnum í öryggisfræðum sem leggja áherslu á einstaklinginn frekar en ríkið, s.s. mannöryggi (human security) og félagslegt öryggi.
    Helstu niðurstöður eru þær að hefðbundar nálganir í öryggisfræðum eru illa til þess fallnar til að styðja við öryggi kvenna. Í mælingum á lýðræði og mannréttindum er innbyggð skekkja þar sem gert er ráð fyrir kynjajafnrétti sem ekki er til staðar. Formgerðarlegt misrétti viðheldur óöryggi kvenna því ekki er horfst í augu við að öryggi kvenna er ekki eins og öryggi karla, og því þar af leiðandi ekki sinnt. Mikilvægt er að halda áfram að þróa mælitæki sem gefa betri mynd af öryggi kvenna og halda áfram að vekja athygli á að aðstæður karla og kvenna eru ólíkar.

Accepted: 
  • Apr 29, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2320


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ba_ritgerd_fixed.pdf394.55 kBOpenHeildartextiPDFView/Open