is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23202

Titill: 
 • Alúð við fólk og fræði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari starfendarannsókn staldrar skólamaður við eftir störf við grunnskóla í fjórtán ár. Hann hefur á þessum árum starfað sem verkefnastjóri, stuðningsfulltrúi, kennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri. Honum hefur líkað vel í þessum störfum en um leið viljað rýna í það umhverfi sem við blasir. Þá hefur hann fengið tækifæri á þessum tíma til að mennta sig og tileinka sér þannig fræðin í gegnum störf sín sem skólamaður. Tilgangurinn er að rýna til gagns og spyrja spurninga, eins og þeirra af hverju, hvort rétt sé að farið, hvort nálgast megi viðfangsefnin frá öðrum sjónarhóli, og þá hvernig.
  Hann skoðar hvaða áskorunum hann hefur staðið frammi fyrir í starfi, tengir það áunnum gildum og hvernig til hafi tekist. Þetta snýst um viðhorf til skólastarfs og löngun til þess að skóli nútímans sé skoðaður með rýni til gagns í huga. Á þessum tíma, sem og fyrir hann, hefur orðið til saga og innan hennar smásögur, sem mótað hefur rannsakanda fram á þennan dag. Í þessari rannsókn beitir hann frásagnrýni og tengir við störf og fræði.
  Þættir umhyggju og þjónandi forystu eru ákveðin leiðarljós í þessari rannsókn og hefur rannsakandi velt þeim fyrir sér á þessum tíma í ljósi ólíkra starfa. Í rannsókn þessari vinnur hann út frá þeirri rannsóknar-spurningu sem mótaðist meðan á vinnunni stóð: Hvernig birtast þættir umhyggju og þjónandi forystu í fagmennsku skólamanns?
  Rannsakandi hefur þá skoðun að líta beri á grunnskólann sem mannlífstorg. Í því felist að skólinn á að vera öruggur og góður staður. Þar á að tryggja að allt fólk mæti virðingu og velvilja og þar á að endurspeglast fjölbreytileiki samfélagsins. Þar hlustar fólk hvert á annað og finnur samleið með náunganum. Þar er enginn afskiptur, allir eru samferðamenn í lífinu. Hvernig gengið er til móts við þá sýn skiptir máli.

Samþykkt: 
 • 11.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
alud_vid_folk_og_fraedi.pdf806.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna