is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23203

Titill: 
  • Stöðumat á skíðaferðaþjónustu á Íslandi : hvert stefnir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum, þar af leiðandi eykst þörfin á fræðilegri þekkingu í ferðaþjónustugreininni mikið. Skíðaferðaþjónusta er ferðaþjónustugrein sem hefur verið að skapa sér aukinn sess hér á landi. Hún hefur þó fengið litla fræðilega umfjöllun sem gerir það að verkun að erfitt getur verið að skilja hugtakið skíðaferðaþjónusta. Í þessari ritgerð er farið yfir það hvernig skíðaferðaþjónustu á Íslandi er háttað og hvert hún stefnir. Tekin voru eigindleg viðtöl við forsvarsmenn fimm mismunandi fyrirtækja innan skíðaferðaþjónustunnar hér á landi. Svör viðmælenda voru borin saman og staðan könnuð með stöðumati. Í lok ritgerðar voru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri greind.
    Niðurstöður leiddu í ljós að hægt er að finna fjölbreytta skíðaferðaþjónustu hér á landi. Það er verið að gera marga góða hluti í greininni en það væri þó hægt að nýta fleiri möguleika. Þar mætti til dæmis horfa betur til þess að Íslendingar geta verið markhópur í skíðaferðaþjónstu og skíðasvæðin mættu marka sér skýrari stefnu í ferðaþjónustu. Erfitt var að greina frá því hvaða uppbygging væri á skíðaferðaþjónustumarkaðinum eftir að niðurstöður voru settar fram. Út frá rannsókninni má þó segja að helsta uppbyggingin væri sú að stefnt væri að því að betrumbæta aðstöðu gönguskíðasvæðisins við Fossavatn á Ísafirði og það ætti að koma af stað snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
    Lykilorð: Skíðaferðaþjónusta, Íþróttaferðaþjónusta, ævintýraferðaþjónusta, Stöðumat, SVÓT – greining.

  • Útdráttur er á ensku

    The growth of the tourist industry in Iceland has been substantial in recent years. One area that has seen considerable growth has been ski-tourism. However, the growth enjoyed by this sector of the leisure industry has not seen growth of the theoretical knowledge of tourism. The lack of theoretic discussion has brought on difficulties in understanding the concept of ski-tourism itself. This paper will attempt to find out what the ski-tourism industry in Iceland is about, and the direction in which it is heading. Qualitative interviews were had with representatives of five different companies within the ski-tourism industry in Iceland. Their answers were compared and was examined with benchmarking.
    In the last part of this paper, the Strength, Weaknesses, Opportunities and Threats of ski-tourism were analyzed. The results revealed diverse ski-tourism in Iceland. Many good opportunities have been seized and good work done, but still there are more opportunities. Iceland could, for example, become a target group within the ski-industry and the ski resorts need to clarify their future strategies.
    After the conclusion was presented, it was difficult to tell the future vision of the structure within the ski-tourism. Although the research revealed plans of improving facilities at Fossavatn near Ísafjörður for the Fossavatn cross-country ski-race, and plans of putting up snow-making machines in Bláfjöll ski-resort.
    Keywords: Ski-tourism, Sport-tourism, Adventure-tourism, Benchmarking, SWOT-analysis

Samþykkt: 
  • 11.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stooumat_a_skioaferoatjonustu_a_Islandi__hvert_stefnir .pdf756,91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna