Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23204
Höfnin á Húsavík er viðfangsefni þessarar ritgerðar. Á síðari árum hefur ferðaþjónusta aukið vægi sitt við höfnina á meðan sjávarútvegur hefur verið að dragast saman. Markmiðið er að varpa ljósi á þessa þróun, hvaða áhrif hún hefur haft á lífið við höfnina, hvaða viðhorf ólíkir aðilar hafa til þessarar þróunar og það sem er mikilvægast, hvert samspil ferðaþjónustu og sjávarútvegs við höfnina á Húsavík er. Til þess að komast að niðurstöðum verða hugtök eins og stefnumótun, ferðaþjónusta í dreifbýli, áfangastaður og sjálfbærni skoðuð og skilgreind, ásamt því verður kannað hvernig samspil fyrirtækja innan skilgreinds áfangastaðar er háttað. Einnig voru tekin viðtöl við aðila tengda sjávarútvegi og ferðaþjónustu við höfnina ásamt einum aðila sem tengist höfninni en hvorugri greininni. Eigindlegri aðferðarfræði var beitt við framkvæmd viðtalanna sem voru hálf opin. Helstu niðurstöður voru þær að aðstæður við höfnina væru ásættanlegar en plássið væri lítið. Ekki er talið langt í það að svæðið ráði ekki við frekari starfsemi þar sem flestir viðmælendur voru sammála um að hámarksnýting væri á svæðinu. Einnig töldu þeir stefnumótun ábótavant þar sem lítið samráð væri á milli aðila við höfnina ásamt því að yfirvöld hefðu ekki frumkvæði að neinu samráði á milli sín og aðila við höfnina.
Lykilorð: samspil, ferðaþjónusta í dreifbýli, áfangastaður, stefnumótun, samfélagsleg sjálfbærni
The harbor in Húsavík is the subject of this thesis. In recent years tourism has increased its weight in the harbor while the fishing industry has been declining. The aim is to shed light on this development, the effect it has had on life in the harbor, the views of different parties in this development and the most important one is the interaction between tourism and fisheries in the harbor in Húsavík. In order to get the results expected from the thesis, concepts such as strategic planning, rural tourism, destination and sustainability will be examined and defined, as well as the interaction between companies within the defined destination enterprise will be explored. Also, interviews were conducted with persons associated to fisheries and tourism in the harbor and one entity associated with the harbor but neither industry. Qualitative methodology was applied in the implementation of the interviews with semi-structured interviews. The main conclusion was that conditions in the harbor were acceptable, but there was little space to operate in. It was considered that the area can not receive much more operation and a maximum utilization was in the area. Also there was a lack in policy making between parties in the harbor and authorities had not initiated any discussion between them and partys in the harbor.
Keywords: interaction, rural tourism, destination, policy making, social sustainability.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Ritgerð #1.pdf | 3,85 MB | Opinn | Skoða/Opna |