is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Law Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23205

Titill: 
 • Samningar um kaup, sölu, þróun og hagnýtingu á hugbúnaði
 • Titill er á ensku Contracts for the sale, development and licensing of software
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að leiða fyrir sjónir það íslenska regluverk sem gildir um samninga um kaup, sölu, þróun og eftir atvikum hagnýtingu á hugbúnaði. Í ljósi sérstaks eðlis hugbúnaðar og þeirrar staðreyndar að þjónustuþáttur hugbúnaðarsamninga getur verið mismikill, kann oft að reynast örðugt að greina á milli þess hvort um sé að ræða samning um lausafé eða þjónustu. Þannig er í ritgerðinni leitast við að svara því hvort um hinar ólíku tegundir hugbúnaðarsamninga gildi þær reglur sem taka til kaupa á lausafé, eða hvort þær heyri fremur undir það regluverk sem gildir um þjónustukaup. Umfjöllun ritgerðarinnar er skipt upp með þeim hætti, að fyrst eru hugbúnaðarsamningar skoðaðir út frá þeim hluta réttarsviðsins sem tekur til almennra kaupa á lausafé og þjónustu, þ.e. kaupa þar sem kaupandi er ekki jafnframt neytandi. Í kjölfarið er svo skoðað sérstaklega hvort neytendaréttur og löggjöf á því sviði kunni í einhverjum tilvikum að hafa áhrif á réttarstöðu aðila hugbúnaðarsamninga.
  Í stuttu máli er niðurstaða athugunarinnar sú, að hugbúnaður telst bæði til lausafjár í skilningi laga um lausafjárkaup og hlutar í skilningi laga um neytendakaup. Skiptir í því samhengi ekki máli hvort hugbúnaður sé afhentur með áþreifanlegum eða óáþreifanlegum afhendingarmáta. Hins vegar getur efni hugbúnaðarsamninga verið mismunandi og þjónustuþáttur þeirra mismikill. Þarf því að skoða hvern samning sérstaklega út frá nánar tilgreindum viðmiðum þegar skorið er úr um hvort hann falli innan gildissviðs framangreindra laga.

 • Útdráttur er á ensku

  The main objective of this thesis is to shed light on the domestic rules governing contracts for the sale, development or licensing of software. Considering the unique nature of software and the diversity of software contracts, it may prove difficult to determine whether such contracts are contracts for the sale of goods or services. Therefore, the thesis aims to ascertain whether the different types of software contracts are governed by domestic law on the sale of goods or whether they are rather subject to rules on the supply of services. The main discussion of the thesis is divided into two parts. First, it discusses software contracts in relation to the law governing the sale of goods and services in general. Subsequently, it seeks to understand whether consumer law and rules based thereon may in some instances affect the rights and obligations of parties to software contracts.
  In short, the thesis demonstrates that software, regardless of whether it is provided by tangible or intangible means, should be considered goods under the Icelandic Sale of Goods Act and the Consumer Sales Act. However, it must be acknowledged that software contracts come in many different types and their service component may differ proportionally. Consequently, it is necessary to examine each software contract on a case-by-case basis to determine whether it falls within the scope of the aforementioned acts.

Samþykkt: 
 • 11.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML.ritgerð.hugbúnaðarsamningar.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna