is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23209

Titill: 
  • Tómstundamenntun í framhaldsskólum
  • Titill er á ensku Leisure education in upper secondary schools
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins er að gera grein fyrir hugtakinu tómstundamenntun (e. leisure education), skilgreiningum ásamt því að gera grein fyrir rannsóknum sem styðja hagnýtan tilgang þess að kenna tómstundamenntun í framhaldsskólum. Annar tilgangur verkefnisins er að skoða hvernig tómstundamenntun samræmist hugmyndum um nám og kennslu. Tómstundamenntun felst í því að undirbúa og mennta einstaklinga til þess að nota frítíma sinn á uppbyggilegan hátt. Lagt var upp með það markmið að útfæra tómstundamenntun til kennslu í framhaldsskólum. Það var gert með því að útbúa áfanga sem innihélt átta kennslustundir sem kenndar eru á sex vikum fyrir nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla. Áfanganum er ætlað að samþætta með öðrum námsáföngum s.s. lífleikni. Kennsluáætlanir voru útbúnar og hannaðar eftir tómstundahæfnilíkani Stumbo og Peterson (e. leisure ability model), til notkunar fyrir kennslustundirnar, sem hver tekur 60 mínútur. Verkefnið sjálft er fræðileg umfjöllun auk þess að vera hagnýtt verkfæri fyrir sem vilja kenna tómstundamenntun. Unnið var með fjóra grunnþætti tómstundamenntunar sem eru; tómstundavitund, félagsleg hæfni, tómstundabjargir og tómstundafærni (Stumbo og Peterson, 1998). Hver þáttur stuðlar að betri hæfni og færni nemenda á hinum ýmsu sviðum sem eiga að leiða til aukinna lífsgæða og betri nýtingu á frítíma. Ekki er sjálfsagt að hver og einn einstaklingur viti hvernig best sé að nýta sinn frítíma á sem uppbyggilegasta máta svo að lífsgæði aukist eða tiltekin færni eflist. Rannsóknir sýna að ungmenni á framhaldsskólaaldri hafa oft ekki þekkingu né reynslu af tómstundum sem bæði vekja áhuga eða eru í boði á hverjum stað fyrir sig. Tómstundamenntun eykur ekki bara skilning og þekkingu þeirra á tómstundum heldur líka hvernig skal nálgast þær. Auk þess eykst þekking og skilningur á sínum eigin löngunum og þörfum og nemendurnir gera sér betur grein fyrir hvar áhugasvið þeirra liggur. Slík þekking getur skilað sér í betri og virkari tómstunda- og/eða frítímaiðkun einstaklinga.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to clarify the concept of leisure education, definitions and explain the research supporting practical purpose to teach leisure education in schools. Another purpose of the thesis is to see how leisure education is consistent with the notions of teaching and learning. Leisure eucation is the process of preparing and educating individuals how to use their free time constructively. This was proposed with the objective of implementing leisure education for teaching in secondary schools. That was done by preparing a course containing eight lessons, taught in six weeks, for students in the first year in upper secondary schools. The course is designed to integrate with other courses such as lifeskills. The course was constructed and designed after the leisuremodel by Stumbo and Peterson in use for lessons, each of which takes 60 minutes. In short, leisure education is structured upon preparing and educating individuals to use their free time in a constructive way. The project itself is a theoretical discussion as well as being a practical tool for teachers to educate students. Working with four elements in leisure education witch are; leisure awareness, social skills, recreational resources and leisure skills (Stumbo and Peterson, 1998). Each component contributes to better qualifications and skills of participants in various fields which lead to increased quality of life and better use of leisure time. It is unquestionable that each individual knows how to utilize their free time in the most constructive way so that quality of life is increased or specific skills are strengthened. Studies show that young people in secondary school, often do not have the knowledge nor the experience of both leisure interest or what is available locally. Leisure education increases not only understanding and knowledge of individuals leisure but also how to approach it. In addition, increased knowledge and understanding of their own desires and needs can make students to be more aware of where their interests lies. Such knowledge can results in better and more active recreational and/or leisure activities by individuals.

Samþykkt: 
  • 12.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA verkefni - Auður Helgadóttir.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna