is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23210

Titill: 
 • Menningarfræðsla og myndmenntarkennsla í íslenskum grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um rannsókn á tengslum menningarfræðslu og myndmenntarkennslu í íslenskum grunnskólum. Þátttakendur í rannsókninni voru starfandi myndmenntarkennarar á Íslandi.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna þátt menningarfræðslu í myndmenntarkennslu í íslenskum grunnskólum. Rannsóknin var framkvæmd með útskýrandi rannsóknarsniði (e. explanatory research design).
  Fyrsti hlutinn byggði á veflægri spurningakönnun sem kannaði framkvæmd menningarfræðslu í íslenskum skólum og skilning kennara á viðfangsefninu. Áhugaverð atriði í spurningakönnuninni voru notuð til að byggja upp atriðalista fyrir fimm hálfopin viðtöl við starfandi myndmenntarkennara sem valdir voru með hentugleikaúrtaki (e. convenience sampling). Viðtölunum var ætlað að dýpka skilning rannsakandans á einstökum þáttum viðfangs-efnisins. Þau voru greind með fyrirbærafræðilegri nálgun þar sem gögnin voru kóðuð og flokkuð í þemu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru svo skoðaðar í fræðilegu samhengi og ályktanir dregnar.
  Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að myndmenntar-kennarar eru reyndir og vel menntaðir en starfa á ólíkan hátt. Margir þeirra vinna að menningarfræðslu en gera sér ekki allir grein fyrir því þó ótal tækifæri gefist í nærumhverfi þeirra. Stefna stjórnvalda og aðgerðaráætlun um að auka þátt menningarfræðslu í grunnskólum er tiltölulega ný og hefur skilað sér í takmörkuðu mæli inn í skólastarf. Einnig hefur vinnuskipulag kennara hamlandi áhrif. Úr niðurstöðum rannsóknarinnar má einnig greina að stöðnun hefur átt sér stað í myndmenntarkennslu og nauðsynlegt er að endurskipuleggja inntak kennslunnar til þess að gera nám nemendanna og starf kennaranna fjölbreyttara.

Samþykkt: 
 • 13.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23210


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð endanlegt eintak.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna