is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23211

Titill: 
  • Sköpun í tungumálanámi : viðhorf tungumálakennara í framhaldsskólum til skapandi kennsluhátta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf nokkurra tungumálakennara í framhaldsskólum til skapandi kennsluhátta. Skoðað var hvað það er sem einkennir helst skapandi kennsluhætti þessara kennara, hvort þeim finnist mikilvægt að ýta undir sköpunarhæfni nemenda sinna og þá hvers vegna eða hvers vegna ekki og hvers konar kennsluaðferðum þeir beita helst til að efla sköpunarkraft þeirra. Einnig var skoðað hvort eitthvað standi í vegi fyrir því að þeir beiti skapandi kennsluaðferðum og hvað þá helst. Fjallað er um sköpunarkraftinn í ljósi hugmynda fræðimannanna John Dewey, Lev Vygotsky, Elliot Eisner og Mihaly Csikszentmihalyi og tekið mið af því hvernig Aðalnámskrá framhaldsskóla frá árinu 2011 skilgreinir skapandi kennsluhætti. Rannsóknin er hluti af rannsókninni Starfshættir í framhaldsskólum og byggir hún á viðtölum og vettvangsathugunum úr þeirri rannsókn. Auk þess tók rannsakandi fjögur viðtöl til viðbótar og gerði vettvangsathuganir. Samtals eru þetta tíu viðtöl og níu vettvangsathuganir. Helstu niðurstöður eru þær að flestum kennurunum finnst mikilvægt að hlúa að sköpunarmætti nemenda sinna meðal annars vegna þess að skapandi aðferðir eru áhugahvetjandi, stuðla að auknu sjálfstrausti nemenda og hvetja þá til að taka ábyrgð. Nota þeir fjölbreyttar aðferðir við að efla sköpunarkraft nemenda sinna. Má sem dæmi nefna ýmsar leitaraðferðir, hlutverkaleik, umræður og sjálfstæð skapandi verkefni. Hins vegar er ýmislegt sem stendur í vegi fyrir því að þeir noti slíkar aðferðir eins mikið og þeir vilja og gefa þeir mismunandi ástæður fyrir því, svo sem tímaskort, hefðir innan skólanna, lélega námsaðstöðu og erfiðleika við námsmat. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að til að taka mið af Aðalnámskrá þurfi að efla skapandi nálgun í tungumálanámi í framhaldsskólum. Auka þarf sjálfstæði nemenda, gera nám þeirra meira nemendamiðað og auka þarf svigrúm kennara til samstarfs bæði innan deilda og milli deilda.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research was to explore the attitude of a few language teachers in upper secondary schools to creative teaching methods. What characterises creative teaching methods for these teachers was examined, whether they find it important to encourage their students‘ creativity, why they do or do not do so, and what kind of teaching methods they use to increase their creativity. It was also examined whether there was anything standing in the way of them using creative teaching methods and what that was. Creativity is discussed in regards to the ideas of the scholars John Dewey, Lev Vygotsky, Elliot Eisner and Mihaly Csikszentmihalyi and compared to how the National Curriculum from 2011 defines creative teaching methods. This research is a part of the research Upper Secondary School Practices in Iceland and is based on interviews and field research from that research. Additionally the researcher did four more interviews and field researches. In total there are ten interviews and nine field researches. The main conclusion is that teachers think it is important to foster their students‘ creativity because, among other reasons, the creative methods increase students‘ interests, contribute to increased self-confidence and encourage them to take responsibility. They use diverse methods to increase their students‘ creativity like inquiry method, discussion, role palying and creative projects. On the other hand there are things preventing them from using those methods as much as they would like and they give various reasons for that such as lack of time, traditions within the schools, bad conditions for studying and difficulties with evaluation. The results of the research suggest that in order to take note of the National Curriculum the creative approach in language studies needs to be increased. Student autonomy needs to be increased and and the leeway for teachers to work together, both within and between departments, increased.

Samþykkt: 
  • 13.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Henriksen.pdf1.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna