is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23214

Titill: 
  • Fósturbörn og skólaganga : samvinna, þátttaka og valdefling
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin byggist á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar og fjallar um fósturbörn og skólagöngu með tilliti til samvinnu, þátttöku og valdeflingar. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu fósturbarna af skólagöngu en einnig var horft til þess hver hlutur samvinnu, þátttöku og valdeflingar þeirra var í tengslum við starf barnaverndarnefnda og grunnskóla. Rætt var við fjögur fósturbörn, tvær stúlkur og tvo drengi á aldrinum 14-16 ára, sem voru á grunnskólaaldri og í tímabundnu eða varanlegu fóstri. Reynsla þeirra var því að hluta fersk og ný. Börnin áttu lögheimili í fjórum landsfjórðungum og öll höfðu reynslu af fóstri og skólagöngu fjarri lögheimili. Málefni þeirra féllu undir barnaverndarnefndir á mismunandi svæðum. Rannsóknin var þátttöku- og barnmiðuð tilviksrannsókn. Leitast var við að hlusta á raddir fósturbarnanna og eignast hlutdeild í reynslu þeirra og skoðunum á skólagöngu og samvinnu, þátttöku og valdeflingu.
    Væntingar standa til að niðurstöður gefi nýja innsýn í reynslu fósturbarna af skólagöngu og geti orðið til ávinnings fyrir fræðaheiminn, fagstéttir, foreldra, fósturforeldra og fósturbörn.
    Niðurstöður benda til að reynsla fósturbarna af skólagöngu geti bæði verið jákvæð og neikvæð. Þátttakendurnir fjórir höfðu verið í 17 grunnskólum og byrjað eða skipt um skóla 26 sinnum í heildina. Í þessu úrtaki áttu fósturbörnin við margvíslegan vanda að etja. Öll höfðu lent í áföllum sem höfðu áhrif á skólagönguna og líf þeirra. Gott starf er víða unnið innan skóla og meðal barnaverndarnefnda og einnig í heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu en annars staðar er starfinu ábótavant. Teikn eru á lofti um að þær fagstéttir sem koma að málefnum fósturbarna þurfi að vinna saman með kerfisbundnum hætti og skerpa þurfi á vinnulagi, lögum og reglum. Niðurstöður benda til þess að setja þurfi skýrari markmið og bæta verkferla í tengslum við skólagöngu fósturbarna og að starfsmenn sem koma að málefnum fósturbarna þurfi að leggja meiri áherslu á samvinnu, þátttöku og valdeflingu þeirra.

Samþykkt: 
  • 16.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritg. 4. okt. 2015 - ÁslaugBertaGuttormsdóttir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna