is Íslenska en English

Skýrsla

Landbúnaðarháskóli Íslands > Rafræn tímarit > Rit LbhÍ >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23216

Titill: 
 • Yrkjaprófun á útiræktuðu grænmeti - Korpu og Flúðum 2010 og 2011
Efnisorð: 
Útgáfa: 
 • Desember 2011
Útdráttur: 
 • Tegunda- og yrkjatilraunir í grænmeti voru nokkuð umfangsmiklar á árunum 1986–1991, en hafa síðan legið að mestu niðri. Grænmetisbændur hafa því haldið sig við sömu yrkin að miklu leyti nú um langa hríð. Menn hafa þó rekið sig á, að ekki er alltaf tiltækt á markaði fræ af þeim yrkjum, sem menn kysu að rækta. Því var talið nauðsynlegt að finna fleiri yrki, sem til greina kæmu við útiræktun hér á landi. Einnig er brýnt að hafa upplýsingar um sprettuferil og geymsluþol yrkjanna.
  Vorið 2010 hleypti Landbúnaðarháskóli Íslands af stokkunum verkefni því sem hér er sagt frá. Þar var ætlunin að bera saman mismunandi yrki af fjórum tegundum útiræktaðs grænmetis bæði með tilliti til uppskeru og eins geymsluþols. Tegundirnar eru spergilkál, blómkál, hvítkál, og gulrætur. Komið var á samvinnu við Matís ohf og sótt um styrk til Sambands garðyrkjubænda, sem ákvað að styrkja verkefnið. Leitað var eftir samstarfi við garðyrkjubændur á Flúðum sumarið 2010. Samstarfsaðilar þar urðu þeir Friðrik Friðriksson, Guðjón Birgisson, Þorleifur Jóhannesson og Helgi Jóhannesson.
  Þau yrki sem notuð voru í rannsókninni voru valin í samráði við fyrrnefnda garðyrkjubændur og að nokkru leyti farið að tillögum Magnúsar Ágústssonar garðyrkjuráðunauts. Þorsteinn P. Sverrisson í versluninni Frjói varð milligöngumaður við fræframleiðendur og lagði lið við öflun fræs. Ekki tókst þó að komast yfir öll þau yrki, sem ástæða þótti til að prófa. Sumarið 2010 voru yrki af spergilkáli, blómkáli og hvítkáli borin saman í tilraun á Korpu. Samreitir voru þar þrír. Yrki af sömu tegundum voru þá líka í prófun á Flúðum í tveimur samreitum á hverjum stað. Þar voru að auki prófuð yrki af gulrótum. Geymsluþol var prófað hjá Matís ohf. Kálplöntur fyrir tilraunina á Korpu voru aldar upp í 96 gata bökkum í gróðurhúsi LbhÍ á Reykjum. Um ræktunina þar sá Holger M. Hansen.
  Sumarið 2010 sá Christina Stadler um tilraunir á Flúðum, uppskar þær og mældi uppskeru. Jónatan Hermannsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir gerðu tilraunirnar á Korpu það sumar, Valur Norðri Gunnlaugsson sá um geymslutilraunir hjá Matís ohf. Tilraunin var endurnýjuð og endurtekin sumarið 2011 að gulrótahlutanum undanskildum og geymsluhlutanum líka. Tilraun var þá gerð eingöngu á Korpu en sýnireitur var á Flúðum í tengslum við Matarsmiðjuna og í umsjá Vilbergs Tryggvasonar. Á Korpu unnu að tilrauninni Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Christina Stadler og Jónatan Hermannsson. Sömu hugmyndir lágu að baki tilrauninni og fyrra árið.

Styrktaraðili: 
 • Samband Garðyrkjubænda
ISSN: 
 • 1670-5785
Athugasemdir: 
 • Rit LbhÍ nr. 38
Samþykkt: 
 • 16.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rit_lbhi_38.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna