Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23217
Umferðarslys hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir marga.
Rannsóknir sýna að andlegir sjúkdómar geta þróast í kjölfar bílslysa.
Kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun eru kvillar sem nefndir eru í
því samhengi.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig móðir upplifði
ákveðið tímabil með dóttur sinni eftir bílslys en dóttirin glímdi við
alvarlegar andlegar afleiðingar í kjölfar bílslyss. Rannsóknarspurningin
var: Hver er reynsla móður af þróun andlegra veikinda unglingsdóttur
sinnar í kjölfar bílslyss? Aðferðin var fyrirbærafræðileg
tilfellarannsókn og tekin voru fimm viðtöl við móðurina á 9 mánaða
tímabili.
Þrátt fyrir litla líkamlega áverka fór dóttirin að mati móður illa út úr
slysinu og fékk ekki þá faglegu hjálp sem nauðsynleg var. Yfirþema
rannsóknarinnar er Sálir okkar þjáðust, hvor á sinn hátt en bæði móðir
og dóttir gengu í gegnum mikið þjáningartímabil í kjölfar slyssins og
oftast reyndist stuðningur langt undan innan heilbrigðis- og
menntakerfisins. Niðurstöðunum var skipt í meginþemu en þau voru 1)
Áfallið sem dró dilk á eftir sér. 2) Sjúkdómarnir sem fylgdu í kjölfarið,
eins og kvíði og þunglyndi. 3) Lífsgæði og vellíðan sem rýrnuðu
markvisst. 4) Hindranir í heilbrigðis- og menntakerfinu. 5) Hindranir í
tryggingakerfinu, en auðveldara reyndist að fá greiðslu til að lina
líkamleg mein en andleg frá tryggingarfélaginu. 6) Batinn og
framtíðin: dóttirin hefur fundið leið til betra lífs en hún lifir enn með sjúkdómunum.
Road accidents have severe consequences for many. Research has
shown that mental illnesses can develop as a consequence of road
accidents. Anxiety, depression and post-traumatic stress disorder are
often mentioned in the literature.
The purpose of this research was to analyse a mother´s experience
after her daughter was in a road accident and suffered from a mental
illness as a consequence. The research question was: What is a
mother´s experience of the development of her teenage daughter´s
mental illness following a road accident? The research method used
was a qualitative phenomenological research method, often associated
with the Vancouver school and the mother was interviewed five times
over the span of nine months.
Despite her daughter sustaining only slight injuries in the road
accident, it is the mother´s belief that she had negative outcomes
following the accident and did not receive necessary professional care.
The main theme of the research is Our souls suffered, each in their
own way but both mother and daughter suffered greatly in the
aftermath of the accident and support was not readily available from
either the healthcare or the eduacational system. The results were
analyzed and divided into the following six major themes 1) The
trauma: Had severe consequences. 2) The illnesses: Mental illness
such as anxiety and depression following accident. 3) Quality of life:
Decreased significally. 4) Obstacles in the healthcare and educational
systems. 5) Insurance policies: it was easier to get compensation for
physical injuries than mental illness. 6) The recovery and the future.
daughter has found a way to lead a bette life but her illnesses are still
present.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B-5 sniðmát ritgerð hd.pdf | 740,99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |