is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23218

Titill: 
  • Tækifæri til náms og athafna : virk þátttaka og óformlegt nám í verkefnum Evrópu unga fólksins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að veita innsýn í fjögur afbragðsgóð ungmennaskiptaverkefni sem hlotið hafa styrki frá Evrópu unga fólksins. Kallað var eftir sýn einstaklinga sem komið hafa að verkefnum á mismun-andi vegu til að varpa ljósi á verkefnin og mögulegan ávinning ungmenna af þátttöku í þeim. Rannsóknin er eigindleg og rannsóknargögn voru viðtöl við tvo starfsmenn landsskrifstofu EUF á íslandi, þrjá leiðbeinendur verkefna og níu ungmenni sem tekið hafa þátt í einu af ungmennaskiptaverkefnunum fjórum. Með því að skoða reynslu fólks frá þessum ólíku sjónarhornum var leitast við að svara því hverjar áherslur séu í ungmennaskiptaverkefnum og hver ávinningur ungmennanna sé.
    Niðurstöður sýndu að verkefnin eru unnin eftir ákveðnum hugmynda-fræðilegum áherslum og að þau sem koma að skipulagi verkefnanna hafa það að markmiði að styrkja og efla ungmennin gegnum óformlegt nám. Hvert verkefni er skipulagt út frá þörfum þátttakenda eða í samráði við þau og lögð er áhersla á að mæta hópnum í verkefni sem sameinar skemmtun og nám. Virðast í því falin aukin tækifæri til náms. Unga fólkið sem rætt var við tók þátt í fjórum ólíkum verkefnum en átti það þó sameiginlegt að upplifa margvíslegan ávinning af þátttökunni. Því má skipta í tvo megin-flokka, þ.e. tækifæri sem verkefnin veittu unga fólkinu út á við til að læra og hafa áhrif, takast á við áskoranir og öðlast nýja sýn á veruleika sinn og annarra. Auk þessa ytri ávinnings lýsir unga fólkið áhrifum verkefnanna á persónulegan þroska sinn og upplifir aukna samskipta- og félagsfærni, aukið sjálfstraust og þekkingu á sjálfum sér og finnur til valdeflingar.
    Niðurstöðurnar gefa ákveðna mynd af fyrirmyndarverkefnum sem unnin hafa verið eftir hugmyndafræði óformlegs náms ásamt innsýn í upplifun ungmenna sem tóku þátt í þeim. Verkefnin eru af ólíkum toga og geta niðurstöður vonandi nýst til áframhaldandi þróunar og eflingu æskulýðs-starfs í geiranum öllum ásamt því að leggja áherslu á mikilvægi óformlegs náms fyrir þroska ungs fólk.

Samþykkt: 
  • 17.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23218


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Benedikta Sörensen Valtýsdóttir.pdf884.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna