is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23222

Titill: 
 • Snjallar bjargir : gagnleg tækni fyrir einstaklinga með dyslexíu í tungumálanámi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessu lokaverkefni til M.Ed.–prófs á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er skipt í tvo hluta. 1.) Greinargerð og 2.) Vefsíða. Fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun þar sem rýnt er í fyrirliggjandi rannsóknir á dyslexíu, fjölskynjunar-aðferðum (e. multi-sensory approach) í erlendu tungumálanámi og hvernig ný tækni getur þar komið að gagni. Seinni hlutinn er vefsíðan (www.snjallarbjargir.is) sem byggð er á afrakstri heimildarrannsóknarinnar þar sem bent er á gagnlegar kennslunálganir og forrit í tungumálanámi. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að stuðla að frekari fjölskynjunarnálgun í erlendu tungumálanámi og þá einkum með aðstoð nýrrar tækni þar sem þróunin er ör og mikilvægt að kennarar reyni að afla sér þekkingar og færni til að geta leiðbeint nemendum sínum í vali og notkun hennar. Vonandi reynist afrakstur þessa lokaverkefnis skref í rétta átt.
  Niðurstöður rannsóknarvinnunnar benda til þess að nemendur með dyslexíu mæta ýmsum flóknum hindrunum í erlendu tungumálanámi og þurfa á fjölbreyttum námsaðferðum að halda. Til þess að mæta ólíkum þörfum nemenda þurfa kennarar að tileinka sér sveigjanlegar kennsluaðferðir þar sem þjálfaðir eru fleiri færniþættir með fjölskynjunarnálgun og geta slíkar aðferðir gagnast öllum nemendum og þá sérstaklega þeim sem hafa átt erfitt með lestur en eru samt ekki greindir með dyslexíu.
  Ný tækni og snjallforrit (e. apps) geta reynst mikilvægar bjargir í erlendu tungumálnámi. Þau eru þó ekki komin til að leysa af hólmi hinar hefðbundnu kennsluaðferðir. Heldur má nota tæknina til þess að auka fjölbreytileikann í námi og sem stuðningstæki til að æfa, endurtaka, auka námshvata, nýta styrkleika og mæta þörfum nemenda sem eru með dyslexíu. Fagmennska kennara er því nátengd tækniþróun og mikilvægt að hún sé samtvinnuð en ekki aðskilin.

 • Útdráttur er á ensku

  This final project for M.Ed.-degree at the University of Iceland is divided into two parts. 1.) Report and 2.) webpage. The first part is a theoretical discussion and research into existing studies on dyslexia, multi-sensory approach in foreign language learning and how the use of new technology can be beneficial. The second part is a webpage (www.snjallarbjargir.is) based on the research in the report, identifying the beneficial approaches and applications in language learning.
  The main objective of this research is to promote a more multi-sensory approach in foreign language learning, particularly with the help of new technologies and the importance that teachers try to acquire knowledge and skills to advise their students in the selection of them and use. Hopefully this project will prove a step in the right direction.
  The results of this research indicate that students with dyslexia meet a variety of complex barriers in foreign language learning and require varied approaches. In order to meet the different needs of students, teachers need to adopt flexible teaching methods, which train skills with multi-sensory approach, but these methods can also benefit other students.
  New technology and smart applications can prove to be valuable resources in foreign language learning. They are not here to replace the traditional teaching methods but the use of technology can further increase diversity in education, aid in practice, repeat, improve educational incentives, and help meeting the needs of students with dyslexia. Teacher professionalism is closely related to technological development and it is important that it is intertwined, not separate.

Athugasemdir: 
 • Dyslexía
  Fjölskynjunarnám
  Fartækni
  Tungumálanám
  Vefsíða
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 18.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Daði Guðjónsson(2).pdf971.03 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna