is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23223

Titill: 
 • Starfsþróun innan veggja skólans : starfstengd símenntun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Starfsþróun innan veggja skólans er nafn þessa meistaraprófsverkefnis og vísar til þeirra leiða sem fara má í símenntun samhliða starfi kennara þar sem skólastjórnendur nýta leiðir til að byggja upp markvissa símenntun innan skólans, leiðir sem nýtast til að rækta eigin garð.
  Meginmarkmið þessa meistaraverkefnis er að útbúa handbók fyrir skólastjórnendur um símenntun innan veggja skólans. Felur verkefnið í sér fræðilegan texta með vísunum í hugmyndir fræðimanna sem eru sérfræðingar á sviði símenntunar. Leitað er í rannsóknir á starfsþróun, fullorðinsfræðslu og völdum leiðum í þróunarstarfi skóla. Rætt er um tilgang starfsþróunar, um þróunarverkefni sem lið í breytingarferli skólastafs og kynntar leiðir í starfsþróun innan veggja skólans.
  Líkt og í öllum ræktunaráformum þarf að kanna jarðveginn. Í upphafi verkefnisins er fjallað um kannanir sem gerðar voru á símenntun kennara á þjónustusvæði Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Byggja kannanir þessar á spurningalistum sem lagðir voru fyrir skólastjóra allra grunnskóla svæðisins en einnig fyrir kennara í einum völdum skóla. Skólastjórar voru spurðir um þá símenntun sem í boði hefur verið í þeirra skóla og hvort það framboð hafi breyst eitthvað síðustu árin. Kennarar voru aftur á móti spurðir út í þá símenntun sem þeir hafi sótt. Báðir hóparnir voru síðan spurðir um þekkingu þeirra á starfsþróun innan veggja skólans. Í upphafi verkefnisins er fjallað um niðurstöður þessara kannana. Megintilgangurinn var að meta stöðuna á símenntunarmálum á þjónustusvæðinu og að kanna þekkingu skólastjórnenda og kennara á starfsþróun innan veggja skólans.
  Eftir umfjöllun um kannanirnar má finna fræðilegan kafla um símenntun, þróunarstarf og breytingar á skólastarfi. Að lokum er síðasti hluti verkefnisins umfjöllun um starfsþróun innan veggja skólans og má þar finna upplýsingar um fjölda leiða sem skólastjórnendur geta nýtt sér. Einnig er að finna í þeim hluta fylgiskjöl með hugmynd að þróunarverkefni og gátlistum fyrir kennara.
  Eins og fyrr segir hefur samhliða verkefninu verið sett saman handbók fyrir skólastjóra eða aðra þá sem hafa með símenntun að gera og fylgir sú handbók með ritgerðinni. Handbókin var gefin út í þeirri von að skólastjórnendur nýti sér þær leiðir sem í henni eru í símenntunaráætlunum skóla.

Samþykkt: 
 • 18.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dröfn Rafnsdóttir.pdf4.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna