is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23224

Titill: 
 • Að efla tengsl máls og læsis : orðaforði, frásögn og hljóðkerfisvitund
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefnið fjallar um starfendarannsókn í tengslum við starf mitt sem leikskólakennari í leikskóla. Verkefnið fólst í að skoða eigin vinnubrögð í málörvunarstundum með börnum fæddum 2009 og 2010 með það að markmiði að ég yrði hæfari fagmaður í að skipuleggja málörvunarstundirnar út frá þörfum sérhvers barns. Áhersla var á þrjá eftirfarandi þætti málþroska sem skipta máli fyrir færni í læsi; orðaforða, frásögn og hljóðkerfisvitund.
  Skráningarlistinn TRAS var notaður til að skrá málþroska barna. Notast var við málörvunar- og hljóðanámsbókina Lubbi finnur málbein til að auka orðforða og þjálfa frásögn og unnið með sjö spilastokka sem þjálfa hljóðkerfisvitund til að efla hljóðkerfisvitund. Með þessum efnivið taldi ég mig geta unnið markvisst að því að hafa áhrif á ofangreinda þætti málþroska sem eru undirstöðuþættir í læsi. Kennsluaðferðirnar sem stuðst var við voru einstaklingsmiðuð kennsla samkvæmt Walpole og McKenna, Orðaspjall (e. Text talk) og þvottasnúruaðferðin (e. Washing line story string activity). Með því að nýta þessar aðferðir vonaðist ég til að mér gengi betur að ná námsmarkmiðum hvers barns fyrir sig og að það fengi kennslu í því sem það þyrfti helst. Í fræðilegum kafla fjalla ég um orðaforða, frásagnarhæfni, hljóðkerfisvitund, kennslufræðileg vinnubrögð, námsefni og kennslu-aðferðir, snemmtæka íhlutun og kenningar um læsi.
  Beinir þátttakendur í rannsókninni auk mín voru tíu börn og einn rannsóknarvinur. Gagnaöflun fór fram samhliða vinnu á vettvangi og stóð frá janúar til maí 2015 auk þess sem notuð voru eldri gögn frá málörvunarstundum árinu áður. Rannsóknargögn voru dagbók, hljóðupptökur og ljósmyndir.
  Niðurstöður rannsóknar gáfu til kynna að ég þyrfti að endurskoða notkun TRAS fyrir orðaforða, frásögn og hljóðkerfsivitund svo hvert barn fengi sem best gagn af og að það gekk ekki upp fyrir mig að vinna saman með námsefnið Lubbi finnur málbein og Orðaspjall. Breytt vinnubrögð mín í málörvunarstundum og ferlið sem ég fór í gegnum hafi að lokum gert mig að hæfari fagmanni og að ég hafi náð námsmarkmiðum einstakara barna og geti mögulega undirbúið þau betur fyrir komandi læsisnám heldur en ef ég hefði haldið óbreyttri stefnu.

Samþykkt: 
 • 18.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokvarkefni prentun.pdf555.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna