is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23226

Titill: 
 • Innleiðing nýjungar : nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í tveimur grunnskólum
 • Titill er á ensku Implementation of a new feature : innovation and entrepreneurial education in two compulsory schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna hvernig staðið er að innleiðingu nýjungar, námssviðsins nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar, í skólastarf tveggja grunnskóla. Leitast var við að skoða af hvaða ástæðu farið var í innleiðinguna, hvernig hún var kynnt og framkvæmd auk þess að skoða helstu hvata og áskoranir í innleiðingarferlinu.
  Rannsóknin er tilvikarannsókn, framkvæmd með eigindlegri aðferðafræði veturinn 2014-2015. Tekin voru viðtöl við skólastjórnendur, kennara og verkefnastjóra, farið í ¬vettvangsheimsóknir og stuðst við ýmiss skrifleg gögn.
  Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að kennarar og stjórnendur höfðu jákvætt viðhorf til nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar sem viðeigandi námsáherslu í námi barna- og unglinga í nútímasamfélagi. Misjafnt er í skólunum tveimur hvernig staðið er að innleiðingu nýjunga og fer það eftir eðli þeirra og umfangi. Kennarar og skólastjórnendur voru sammála um að mikið hefði verið um nýjungar á undanförnum árum og ef vel ætti að takast til mættu þær ekki vera of margar í einu.
  Í innleiðingarferlinu hafa viðhorf skólastjórnenda mikið að segja um hvernig til tekst sem og hvaða áherslur þeir leggja á nýjungina innan skólans. Að mati skólastjórnenda er mikilvægt að starfsfólk hafi val um þátttöku í nýjungum. Þá sé tryggt að þeir taki þátt af áhuga og þannig breiðist nýjungin smám saman út meðal annarra í starfsliðinu.
  Að mati kennara eru nokkrir þættir sem geta ýtt undir að nýjungar festist í sessi eins og að nokkuð stór hluti starfsmanna aðhyllist nýjungina og hafi á henni áhuga. Starfsfólk þurfi að fá svigrúm og stuðning og miða þurfi starfsþróun við það. Starfsþróun sem sett er upp í lærdómsferli og nær yfir langan tíma er heppileg leið í því sambandi. Helstu áskoranir eru mikill fjöldi nýjunga sem kynntar eru og innleiddar sem skapar mikið álag, lítill tími er til að sinna viðbótarverkefnum og tímarammi stundatöflu er takmarkandi.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this research is to see how two compulsory schools are going about the implementation of a new feature that is innovation and entrepreneurial education. The reasons for the implementation are explored and how it was presented and put into action, the challenges of the implementation are explored as well.
  The study is a case study using qualitative research methods during the winter of 2014-2015. Principals, teachers and a project manager were interviewed, the schools were visited and written data was scrutinized.
  It is apparent in the main results that teachers and managers had a positive view of innovation and entrepreneurial education as being relevant in the education of children and teenagers in a modern society. There is a difference between the two schools in how the new feature was introduced, this difference is mainly because of the nature and scope of the feature. Teachers and school administrators agreed that many new features had been introduced in the resent years and not too many could be introduced at any one period if they were to be successful. The attitude of the principle and other managers and the emphasis they place on a new feature are very important factors for the success or failure of the feature. According to the managers it is important that the employees have the opportunity to choose if they want to take part in the new feature. Those that do take part do so because they are genuinely interested and that way the new feature spreads out among the employees.
  According to the teachers there are some factors that can help the new feature to become established, it is for example important that a rather large portion of the employees are supportive of the new feature and genuinely interested in it. Employees need space and support those needs should be considered when planning their continuous professional development. In this context the continuous professional development should be a learning process that extends over a long period.
  The greatest challenges are that many new features are being introduced and instigated and that can cause a lot of strain, there is little time to tend to additional features and the framework of the curriculum is limiting.

Samþykkt: 
 • 19.11.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðrún Tryggvadóttir.pdf1.08 MBOpinnPDFSkoða/Opna