is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23227

Titill: 
  • "Foreldrarnir eru vopn og skjöldur barnsins gagnvart skólanum". Bjargráð mæðra við skólun einhverfra barna sinna í ljósi auðmagnskenninga.
  • Titill er á ensku Mothering practices and collaboration with professionals to secure their autistic children‘s schooling and professional services.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Foreldrasamstarf heimilis og skóla er mikilvægur liður í námi hvers barns. Það krefst oft á tíðum mikilla samskipta við skólann, þegar um er að ræða nemendur sem skilgreindir eru með einhverfurófsröskun. Bakgrunnur foreldra er afar ólíkur og getur því hæglega hallað á þann hóp foreldra, sem upplifir samskipti við skólann erfið af einhverjum ástæðum. Ritgerðin segir frá eigindlegri rannsókn, sem unnin var með þátttöku mæðra barna með einhverfurófsröskun á grunnskólaaldri á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var rætt við fagmenn frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og Sjónarhóli, ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Fagmenn áttu að varpa ljósi á skólavettvanginn, þjónustuúrræði og stuðning sem er í boði fyrir foreldra barna með röskun á einhverfurófi. Tekin voru átta hálf-stöðluð einstaklingsviðtöl, sex viðtöl við mæður og tvö viðtöl við fagmenn.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá fram reynslu mæðra af skólagöngu barna sem skilgreind hafa verið á einhverfurófi og jafnframt reynslu þeirra af samskiptum sínum við kennara og annað fagfólk í grunnskóla barna þeirra. Þá var kenningarrammi Pierre Bourdieu notaður til að kanna hvernig bakgrunnur mæðra, með áherslu á veruhátt (e. habitus), menningar- og félagsauð marki stöðu þeirra, samskipti og væntingar á vettvangi menntunar barna með skilgreinda einhverfurófsröskun.
    Bakgrunnur mæðranna sex í rannsókninni var ólíkur og bjuggu þær jafnframt við ólíkar aðstæður. Þrjár voru með háskólapróf og giftar. Þrjár voru með grunn- eða framhaldsskólapróf og bjuggu tvær þeirra einar með sínum börnum en sú þriðja var í sambúð en ekki með barnsföður sínum. Mæðurnar með háskólapróf virtust vera sjálfsöruggari í samskiptum við skólann, gerðu meiri kröfur og áttu auðveldara með að segja sína skoðun á kennslufyrirkomulagi og skólagöngu barnsins. Getur það tengst ríkjandi menningarauði þeirra og veruhætti. Félagsauður mæðranna var ólíkur og því voru bjargráð (e. resources) þeirra sem þær nýttu sér og barni sínu til framdráttar ólík. Þær mæður sem höfðu aðgang að faglegu tengslaneti í sínu nánasta umhverfi, gátu nýtt sér upplýsingar og reynslu frá því á fundum með skólanum eða fengu sérfræðinga með sér til að tala sínu máli. Mæðurnar töluðu allar um mikið álag sem hvílir á heimilinu vegna umönnunar barns með einhverfurófsröskun og fjölskyldulífið markast að verulegu leyti af því. Álagið leiddi til ólíkra tilfinninga og mæðurnar voru viðkvæmari og fannst erfiðara að standa á sínu gagnvart skólanum.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    It is important in every child’s education, for their school and parents to communicate and work together. When children with special needs are involved, it is essential. A total of eight semi-structured interviews were conducted for this qualitative research, documented in this dissertation. Six mothers of children with autism spectrum disorder and two professionals from an education and social committee of Reykjavik area and a consultancy centre for parents of children with special needs.
    The purpose of this research was to explore the parental experience when dealing with the school with education of children with autism spectrum disorder, as well as their experience of the communication with their child’s teachers and other professionals at school. The Pierre Bourdieu‘s theoretical framework was used to explore how habitus, cultural- and social capital of the mothers shapes their position, communication with the school and expectations with their child’s education. The mothers that participated in the research all had different backgrounds, three graduated from University and were married, three had GCSE or A level equivalent education of which two were single mothers and one was co-habiting with a partner that is not the father of the children. The university graduated mothers appeared more confident in their communication with the school. They could express their opinion on the studies and education for their child, were more demanding and had higher expectations. This can be linked to their habitus and cultural capital. The mother’s social capital was different and as a result they had different resources they could draw on and use to advance their child. The mothers, who experience good support from family and/or their community, could use this experience to help them in their communication with the school or they would bring specialist professionals with them to school meetings to discuss their case. All the mothers described being under emotional pressure. Caring for a child with autism has impact on family life and other family members. The mothers of children that show aggressive or violent behaviour experience it even more so. This added pressure caused more anxiety and difficult feelings in their communication with the school professionals.

Samþykkt: 
  • 19.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna