Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23230
Mikil og hröð þróun hefur átt sér stað í heimi tækninnar undanfarna tvo áratugi sem krefst þess að einstaklingar og samfélagið þurfa sífellt að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Með þessari tækniþróun og nýjum samskiptamáta hafa starfs- og kennsluhættir í íslenskum framhaldsskólum tekið breytingum og möguleikar á fjölbreytni í kennsluaðferðum aukist.
Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í það á hvaða hátt upplýsingatækni og miðlun (UTM) er notuð í viðskipta- og hagfræðigreinum framhaldsskóla á Íslandi. Einnig var kannað hvar kennarar þessara greina hafa öðlast sína þekkingu á upplýsingatækni og miðlun og viðhorf þeirra til nýtingu UTM í námi og kennslu viðskipta- og hagfræðigreina. Snið rannsóknarinnar var lýsandi en gögnum var safnað með rafrænni spurningalistakönnun. Gagnaöflun fór fram sumarið 2015 og var boð um þátttöku sent til allra kennara sem skráðir eru í Samtök kennara í viðskipta- og hagfræðigreinum (SKVOH). Tuttugu og fjögur gild svör fengust (um 39% þátttaka) frá 12 konum og 12 körlum.
Niðurstöður eru meðal annars þær að samþætting UTM er nokkuð mikil. Telja þátttakendur að tækniþekking þeirra sé almennt góð og viðhorf flestra til UTM og kennslufræðilegs gildis UTM er frekar jákvætt. Að mati þátttakenda nota nemendur helst töflureikna, PowerPoint, leitarvélar og ritvinnsluforrit en einnig voru önnur forrit nefnd svo sem bókhaldsforrit. Niðurstöður benda til nokkuð markvissrar nýtingar UTM í kennslu. Kennarar eru flestir allvel staddir hvað varðar fagþekkingu, kennslufræði og tæknikunnáttu og virðast geta tvinnað þessa þekkingu saman og hafa trú á eigin getu til að takast á við tæknilegar áskoranir. Þátttakendur telja að með notkun UTM í náminu séu nemendur betur undirbúnir fyrir frekara nám og lífið á atvinnumarkaðinum. Flestir hafa góða reynslu af notkun UTM í kennslu og þykir auðvelt að nota tæknina. Þeir telja einnig að kennslan sé auðveldari með tilkomu hennar. Rúmlega helmingur telur sig hafa greiðan aðgang að góðum tækjabúnaði sem nýtist vel í kennslu. Mikill meirihluti sagði að ekki væri tekið fram í skólanámskránni hvort stuðst væri við UTM í þeirra áföngum og mjög fáir töldu að skýr framtíðarsýn um notkun UTM væri til staðar í þeirra skóla.
Grunnþekkingu sína á UTM hafa þátttakendur aðallega fengið með aðstoð frá samstarfsfélögum, með því að sækja ýmis námskeið, í grunnnámi í háskóla eða með því að horfa á kennslumyndbönd á netinu. Þeir sækja sér þekkinguna eftir hentugleikum og aðstæðum en framboð af slíkri formlegri menntun er töluverð að þeirra mati. Stór hluti þátttakenda virðist þó ekki nýta sér þá möguleika sem í boði eru til endurmenntunar í UTM og mikill meirihluti þátttakenda taldi að starfsþróun kennara héldist ekki í hendur við þróun á UTM.
Þó að rannsóknin sé takmörkuð við lítinn hóp kennara þá gefur hún innsýn í notkun UTM í námi og kennslu viðskipta- og hagfræðigreina. Kennurum er nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þeir afla sér þekkingar á UTM, hvernig þeir samþætta kennslufræðilegri-, faglegri- og tækniþekkingu sinni í kennslu sína og hvernig þeir halda í þá miklu þróun sem á sér stað í heimi tækninnar. Í framhaldi væri til dæmis áhugavert að skoða hvað veldur því að kennarar þessara greina sæki ekki oftar námskeið í UTM og hvort sömu niðurstöður eigi við um aðra kennarahópa.
In the past two decades there has been a vast and rapid evolution of technology that has pushed individuals and society to evolve and adapt with the constantly changing environment. With this evolution there has been a change over the past few years in the teaching environment in Icelandic secondary schools. Computers and information technology have played a big part of that change with new communications methods between teachers and students opening up possibilities for more diverse ways of teaching.
The aim of this research study was to explore how information and communication technology (ICT) and media are being used among teachers in secondary schools, business and economy courses in Iceland. Also to examine where these teachers acquired their knowledge in the field of ICT and media and their attitude towards using these tools when teaching business and economy courses. Data were gathered with an online questionnaire. An invitation to participate in the study was sent via email to all members of the organization of teachers teaching business and economy courses (SKVOH). Twenty four valid answers were received from 12 men and 12 women (about 39% participation rate).
The results show that business and economy teachers in Iceland are well on their way implementing ICT into their teaching. They generally use ICT in the classroom and in diverse ways. Their attitude towards ICT and its value in the science of teaching is generally positive. According to participants, students mainly use Excel, PowerPoint, search engines and word processors, as well as bookkeeping programs. The results indicate that ICT is used effectively in teaching.
Most of the teachers appear to have a fairly strong background regarding professional knowledge (content or subject related), technical knowledge and teaching theories (as licensed teachers) and seem to be able to intertwine these factors together and have faith in their own abilities to take on technical challenges.
Participants feel that by using ICT in their studies, students are better prepared for further studies and the life on the employment market. Most have good experience of the usages of ICT during lectures and find it to be easy using the technology. They also feel that teaching has become easier since technology became a bigger part of teaching. Over half of the participants feel they have a good access to proper equipment that is useful during classes. Vast majority said it was not mentioned in the curriculum whether ICT was being used in their courses and very few felt that there was a clear vision whether ICT was to be used in their schools.
The participants have received their basic knowledge of ICT mainly with assistance from their colleagues, from various seminars, from their university studies or by watching teaching videos on the internet. They get their knowledge from whatever source they claim that the supply of such education is quite good. But it seems that a big part of the participants doesn’t use any of the possibilities that are being offered in continuing education in ICT and a big majority of participants believed that the development in the teaching environment is not as connected with the development of ICT as it should be.
Though the research is limited to a small group of teachers, it provides an insight into the way ICT is being used among teachers in secondary schools, business and economy courses in Iceland. It is up to the teachers how they evolve and adapt with the constantly changing environment as well as how they integrate technological knowledge, content knowledge and pedagogical knowledge. It would be interesting to research further why teachers in business and economy courses do not take advantage of ICT workshops and other ICT-related educational opportunities.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed_IngunnHelgadóttir_Lokaskjal.pdf | 1,39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |