is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23232

Titill: 
  • Skilar skylduvirkni árangri? Upplifun og reynsla langtímaatvinnuleitenda með háskólamenntun af skylduvirkniúrræðum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða reynslu og viðhorf langtímaatvinnuleitenda með háskólamenntun til skylduvirkni sem Vinnumálastofnun leggur upp með. Lagskipt slembiúrtak var notað og voru þátttakendur á aldrinum 36-64 ára sem áttu það allir sameiginlegt að hafa verið án atvinnu í tvö ár eða lengur og með háskólamenntun að baki. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og voru viðtöl tekin við sex einstaklinga. Hlutfall háskólamenntaðra einstaklinga á atvinnuleysisskrá hefur farið hækkandi síðastliðin ár og því var áhersla lögð á að varpa ljósi á þennan tiltekna hóp atvinnuleitenda.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að atvinnuleitendur með háskólamenntun hafa almennt gott viðhorf gagnvart skylduvirkni. Samkvæmt frásögnum viðmælenda þótti þeim skylduvirkni helst gegna tveimur meginhlutverkum í atvinnuleitinni; annars vegar að veita ákveðið aðhald og gera þannig atvinnuleitina markvissari og hins vegar að bæta félagsleg tengsl atvinnuleitenda. Allir þátttakendur greindu frá því að sjálfstraust þeirra hefði minnkað í kjölfar atvinnumissisins og þótti flestum hjálplegt að hitta aðra atvinnuleitendur í sömu stöðu í skipulögðum virkniúrræðum. Þátttakendur töldu að skylduvirkni í formi námskeiða myndi helst gagnast þeim ef námskeiðshóparnir væru fámennir, kynjaskiptir og aldursdreifing væri ekki of mikil. Flestir þátttakendur töldu að skylduvirkni væri ekki til þess fallin að efla vinnufærni, heldur myndi aukið svigrúm til háskólamenntunar helst gagnast þeim til að verða á ný virkir þátttakendur á vinnumarkaði. Niðurstöður benda til að mikilvægt sé að huga að þörfum langtímaatvinnuleitenda með háskólamenntun og beita einstaklingsmiðaðri þjónustu þegar kemur að því að skilyrða þátttöku þeirra í virkniaðgerðum.

Samþykkt: 
  • 23.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Anna Guðmundsdóttir-new.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna