Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23236
Strax í móðurkviði hefst þroski okkar sem heldur áfram eftir að við fæðumst. Fyrstu árin þroskumst við hratt; við lærum að sýna tilfinningar fljótlega eftir fæðingu og tengjumst við okkar nánustu sterkum tilfinningalegum böndum. Þessi tilfinningalegu bönd hafa mikil áhrif hvernig við tökumst á við ýmis konar mál sem geta hent okkur á lífsleiðinni. Þar á meðal áföll og sorg.
Á síðustu árum hafa skólar orðið stærri hluti í lífi barna í íslensku samfélagi og hafa þeir tekið að sér meiri ábyrgð í uppeldi þeirra, menntun og líðan. Það er því eðlilegt að nemandi taki með sér sorgina í skólann og er hlutverk okkar sem kennara að aðstoða nemendur okkar að takast á við hana til að þeir geti komist yfir hana og haldið lífinu áfram. Hins vegar eru skiptar skoðanir á því hvort stuðningur í sorginni ætti eingöngu að vera í verkahring foreldra en ekki skólans.
Ég ákvað að rannsaka áföll og sorg barna og hvernig best er fyrir skólann að takast á við erfiðleika sem er hluti af lífi nemenda til þess að þeim geti liðið vel og fundið sátt. Einnig athugaði ég hvaða skoðun skólar hefðu á því að vinna með sorg barna. Ég tók viðtöl við starfsmenn í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og ræddi við þá um áföll í skólum og áfallaáætlanir sem þeir eru með. Voru niðurstöðurnar þær, að í samvinnu við fjölskyldu nemandans líta þeir á það sem hlutverk sitt að hlúa að nemandanum og hafa hagsmuni hans að leiðarljósi. Eins voru allir viðmælendur mínir mjög þakklátir með að hafa áfallaáætlanir sér til stuðnings á erfiðum tímum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Karólína Þórunn Guðnadóttir.pdf | 641.51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |