is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23238

Titill: 
  • „Við verðum að gera þetta saman“ : innleiðing nýrra starfshátta í grunnskóla
  • Titill er á ensku “We have to do this together” : implementing new practices at a primary school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um innleiðingu nýrra starfshátta í Grunnskóla Seltjarnarness og hvaða leiðir rannsakandi notar til að afla sér nýrrar þekkingar. Tilgangur rannsóknarinnar er að bæta aðferðir við innleiðingu nýrra starfshátta við Grunnskóla Seltjarnarness. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að skoða ferlið við innleiðingu spjaldtölva við skólann og koma auga á þá þætti sem mögulega hafa hindrað árangursríka innleiðingu og hins vegar að skoða hvernig ég sem kennari afla mér nýrrar þekkingar og hvernig starfs-þróun er líkleg til að festa nýja starfshætti í sessi. Rannsóknarspurningarnar voru: Hvernig var staðið að innleiðingu spjaldtölva í kennslu í Grunnskóla Sel-tjarnarness? Hvernig afla ég sem kennari mér nýrrar þekkingar? Hvaða leiðir eru líklegar fyrir mig og samstarfsfólk mitt til að festa nýja starfshætti í sessi?
    Rannsóknin er starfendarannsókn, þar sem rannsakandinn skoðar sjálfan sig í starfi sínu við innleiðingu spjaldtölva við skólann og þá sérstaklega hvaða leiðir hann fer til að afla sér nýrrar þekkingar. Gagna var aflað veturinn 2014 - 2015. Rannsóknardagbók var notuð til að safna rannsóknargögnum og henni til stuðnings voru tekin einstaklingsviðtöl og rýnihópaviðtöl.
    Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar beinist að innleiðingarstarfi, starfsþróun kennara, fullorðnum námsmönnum og starfssamfélögum. Niður-stöður benda til þess að skólinn hafi ekki farið eftir þeim ferlum sem taldir eru nauðsynlegir til að árangur í innleiðingarstarfi náist. Starfsþróun í tengslum við innleiðinguna var ekki fullnægjandi og ekki líkleg til að festa nýja starfshætti í sessi. Efla þarf tengsl kennara með það fyrir augum að efla samvinnu þeirra, sameiginlega ígrundun og sameiginlega lausnaleit. Of mörg starfsþróunarverkefni og skortur á eftirfylgni valda því að sumir kennarar eiga erfitt með að ná fullum tökum á nýjum aðferðum. Það er ályktun mín að það séu meiri líkur á að nýir starfshættir festist í sessi ef kennarar eru með í ráðum um val á starfsþróunarverkefnum og ígrunda starf sitt í samvinnu við aðra.

  • Útdráttur er á ensku

    This research project covers the implementation of new practices at the Seltjarnarnes Primary School and what methods are used by a researcher to gain new knowledge. The main goal of this research is to improve the methods used for the implementation of new practices at the Seltjarnarnes Primary School. The aim of the this research is twofold, first to investigate the process of tablet implementation at the Seltjarnarnes Primary School and to spot factors that might limit the adoption, second to explore how I as a teacher can gain new knowledge and how professional development is likely to consolidate new practices. The research questions were: How was the implementation of tablets at the Seltjarnarnes Primary School promoted? How do I as a teacher gain new knowledge? What methods will improve the likelihood for me and my colleagues to consolidate new practices?
    The conclusions indicate that the school has not adhered to proven methods to gain results in the implementation process. Professional development related to the adoption was not satisfactory and not likely to consolidate new practices. Connections between teachers need to be strengthened to improve cooperation among them, collaborative reflection and collective search for solutions. There have been too many professional development projects and a lack of persistence, this creates problems for some teachers in the process of mastering new practices. The likelihood of new practices being consolidated improves if teachers are consulted regarding the choice of professional development projects and reflect their jobs in cooperation with others.
    This research is an action research, where the researcher herself is under scrutiny at work adopting tablets at the school and specifically what methods she uses to gain new knowledge. Data was gathered during the winter 2014-2015 and consists of a research journal, interviews with individuals and focus group sessions.
    The theoretical foundation of this research is directed towards methods of implementation, teacher’s professional development, adult learners and communities of practice.

Samþykkt: 
  • 24.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við verðum að gera þetta saman_8.10.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna