Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23239
Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun kvenna sem takast á við móðurhlutverkið áður en þær ná tvítugsaldri og hvernig þær sjálfar skilja sína reynslu með því að leyfa rödd þeirra að heyrast. Lögð var áhersla á upplifun þeirra á móðurhlutverkinu, upplifun þeirra á þeim breytingum sem urðu á lífi þeirra við að verða móðir og upplifun þeirra á þeim stuðningi sem þær fengu. Fyrirbærafræðileg aðferð var notuð bæði við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Tekin voru viðtöl við sjö konur á aldrinum 28-38 ára sem allar áttu það sameiginlegt að hafa eignast barn áður en þær náðu tvítugsaldri.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mæðurnar hafi upplifað móðurhlutverkið krefjandi, þær hafi þurft að færa ýmsar fórnir og gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. En þrátt fyrir þessa erfiðleika þá er upplifun þeirra af móðurhlutverkinu engu að síður jákvæð. Mæðurnar eru þakklátar fyrir reynslu sína þar sem hún gerði þær sterkari og að þeim konum sem þær eru í dag. Upplifun mæðranna mótast af ýmsum breytingum sem fylgdu því að verða móðir. Þær vissu ekki hvað þær voru að fara út í en þurftu engu að síður að fullorðnast hratt og takast á við mikla ábyrgð. Hugsunarháttur þeirra breyttist og í kjölfarið breyttist forgangsröðun þeirra. Þær gengu í gegnum ýmsa erfiðleika, líkt og veikindi ásamt því að upplifa óöryggi meðal annars vegna viðhorfa annarra í garð þeirra. Líf mæðranna fór að snúast um barnið en þeim fannst sem aðrir héldu sínu striki, til dæmis barnsfaðir þeirra og vinir. Félagslíf mæðranna tók stakkaskiptum þar sem flestar misstu tengslin við vini sína en á sama tíma upplifðu þær mikla hjálpsemi til dæmis fjölskyldu sinni og fagaðilum.
The main goal of the study was to shed a light on the experience of young women taking on motherhood before the age of twenty, as well as on how they themselves understood their experience by letting their voice be heard. Emphasis was made in regards to their own experience of motherhood, how they experienced the changes affecting their lives when becoming young mothers, and how they experiences the support they got. Phenomenological approach was used when gathering and analyzing the data. Seven interviews were taken with women ranging from the age of 28-38, all of them whom had become a mother before the age of twenty.
The results of the study suggest that the women found their new role as mothers as being challenging, as they had to make sacrifices as well as experience wide range of difficulties.
However, despite the difficulties, they all saw their experience of their role as mothers in a positive light. The mothers were grateful for their experiences of motherhood as they felt as if the experience had made them into stronger individuals and contributed to the kind of women they are today.
A wide range of changes following becoming a mother affected the mothers’ experiences. They had to grow up fast and their attitude as well as future plans changed. Their social life took drastic changes as most of them lost connection to their friends. They also experienced insecurity in regards to, amongst other things, how others would perceive and treat them, however, on the same time experiencing helpfulness and positive attitude towards them. Even though they often experienced difficulties they felt as if their experience had been a positive one.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hlin_lokaritgerd_ungar - Copy.pdf | 957.66 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |