is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23240

Titill: 
  • „Þau eru nýkomin úr sumarfríi og finnst þau ekkert kunna..“ : viðhorf starfandi kennara til samræmdra prófa í stærðfræði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Löng hefð er fyrir samræmdum prófum á Íslandi. Lengi vel voru samræmd próf notuð sem lokapróf í grunnskóla og niðurstöður þeirra nýttar sem viðmið við innritun nemenda í framhaldsskóla. Árið 2008 voru samþykktar breytingar á lögum um grunnskóla þar sem ákveðið var að samræmd próf yrðu þreytt við upphaf 10. bekkjar svo nota mætti niðurstöður þeirra til leiðbeiningar um áherslur í kennslu fyrir einstaka nemendur. Að hausti 2009 voru samræmd könnunarpróf svo þreytt í fyrsta skipti við upphaf 10. bekkjar. Í þessari rannsókn voru viðhorf kennara til samræmdra prófa skoðuð, bæði eins og þau eru nú og eins og þau voru áður. Einnig var skoðað hvernig staðið var að undirbúningi fyrir prófin, áhrif þeirra á kennslu og hvernig kennarar nýttu prófin og niðurstöður þeirra til leiðbeiningar um áframhaldandi kennslu.
    Meginviðfangsefni þessarar viðtalsrannsóknar var að kanna viðhorf starfandi stærðfræðikennara til samræmdra könnunarprófa í 10. bekk eins og þau eru í dag og skoða á hvaða hátt samræmd könnunarpróf í 10. bekk eru notuð sem hluti af leiðsagnarmati. Gagnaöflun fór fram með viðtölum við sex starfandi stærðfræðikennara á unglingastigi í maí árið 2015. Úrvinnsla gagna fólst í þemagreiningu en þemun sem fram komu í viðtölunum voru: Tilgangur, viðhorf, undirbúningur og áhrif á kennslu, efnisþættir og uppbygging og nýting niðurstaðna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tímasetning samræmdu prófanna sé mjög umdeild. Umræða um tímasetningu þeirra var eins og rauður þráður í gegnum öll viðtölin þar sem hún þótti hafa áhrif á marga þætti tengda prófinu. Kennarar virtust þó allir sammála um að eitthvað samræmt mat þyrfti að vera en aðeins einn kennari nefndi að hann vildi að prófin yrðu aftur lokapróf.

Samþykkt: 
  • 24.11.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElfaRut_M.ed..pdf600.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna